Hlín - 01.01.1924, Page 8

Hlín - 01.01.1924, Page 8
6 Hlln dóttir. Taldi hún tóvinnuvjelarnar í sýslunni eiga drýgst- an þátt í því, að ullariðnaði heimilanna hefði aldrei farið aftur að neinum mun, þrátt fyrir ódýrari útlendan iðnað. Einnig áleit hún heimilisiðnaðarsýningarnar mjög gagn- legar, þó mætti ekki hafa þær mjög tíðar, vegna erfiðleika á að koma þeim i framkvæmd. — Pá talaði Helga Kristjáns- dóttir um þroskun sænska heimilisiðnaðarins, og taldi þær leiðir, er farnar hefðu verið honum til eflingar, geta orðið góða fyrirmynd fyrir okkur íslendinga. Ýmsar konur ræddu málið af áhuga og álitu sjerstaklega áríðandi að leggja áherslu á að vinna sem mest úr íslensku hráefni. Fanst konum margt þurfa að breytast frá því sem er í klæðaburði íslenskra kvenna, og þó aðalatriðið, að hugs- unarhátturinn breyttist, svo þjóðin kynni betur að meta sinn eigin iðnað. Svohljóðandi tillaga frá Helgu Kristjáns- dóttur samþykt með 7 atkv. gegn 3: »Fundurinn samþykkir að S. N. K. leiti eftir sam- vinnu við Heimilisiðnaðarfjelag Norðurlands um að stofna heimilisiðnaðarútsölu á Akureyri, þar sem and- virði munanna sje greitt út í hönd, og til að auka eftir- lit með iðnaðarframleiðslunni, og sjái um að sýnishorn verði fáanleg fyrir framleiðendurna. Verðáætlun fylgi sýnishornum.* Ennfremur samþykt tillaga frá Hólmfríði Pjetursdóttur um að fela stjórn S. N. K. ásamt tveim öðrum konum, að fylgja þessu máli fram við Heimilisiðnaðarfjelag Norð- urlands, og hlutu kosningu: Helga Kristjánsdóttir og Anna Magnúsdóttir. í sambandi við þetta mál var lesið upp erindi „Um ull“ eftir Jón H. Þorbergsson, Bessa- stöðum, er höfundur hafði sent stjórn S. N. K. Pá skoðuðu fundarkonur sýningu á handavinnu eftir ungmeyjar, er Kvenfjelag Húsavíkur hafði haldið náms- skeið fyrirl VII. Uppeldismál: Framsögukona Helga Kristjánsdóttir,

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.