Hlín - 01.01.1924, Page 56

Hlín - 01.01.1924, Page 56
54 Hlin illa afturkvæmt. Það er fyrirgefið þar, þó menn verði fá- tækir i bili, ef menn setja rögg á sig að vilja losna úr fátæktinni, því þá vilja margir hjálpa. En ef fátækir menn sýna þann heigulshátt, að vilja ekki fyrst og fremst losna úr skítnum, heldur sljófgast að sómatilfinningu og kom- ast í værð við lús og skít, loftleysi og ódaun á letinnar svæfli, þá eru þeir ekki lengur taldir í heiðvirðra manna húsum hæfir, og varla í kirkjum græfir. Jeg sá marga landa vestanhafs komna til álits og efna, sem hjer heima höfðu barist við fátækt og vesaldóm. Pá hugsaði jeg stundum: »Hvað hefði orðið úr þessum, hefðu þeir setið heima?« Og jeg hrygðist við að geta ekki af sannfæringu sagt, að þá hefðu bæði þeir og landið okkar átt betri kjörum að fagna. Petta land sem þeir nú bygðu, var þó ekkert vistlegra nje betra en landið ókkar heima. En hjer höfðu þeir fengið að neyta kraptanna með góðu fordæmi duglegra nágranna. Hjer hafði þeim verið sýnt í tvo heimana, og fengið að velja um annaðhvort að duga eða drepast, og þeir lærðu það af nágrönnum sínum að velja heldur hið fyrnefnda. Heima höfðu þeir aðeins vanist því að »fljóta sofandi að feigðarósi«, sem þótti kurteisi í gamla daga. Hvar sem jeg kom meðal Vestur-íslendinga, fanst mjer heimilisbragur yfirleitt hinn snyrtilegasti. Húsbúnaður vandaður, en íburðarlítil. Stofugögnin fá, en sterklega gerð og hentug. F*ar var hvergi að sjá óhóf af allskonar útlendu skrani, sem fyllir svonefndar »stássstofur« í okk- ar kauptúnum og á að vera til prýðis, en miðar til þess að safna ryki og gera alla ræstingu örðugri í stofunum. Á efnaminni heimilum sá jeg alment, að eldhúsið var Íafnframt dagleg stofa, þar sem menn komu og settust inn í hýruna, er þeir höfðu unnið úti á daginn, og þar var matborð, þar sem menn mötuðust við, og kvenfólk sat við sauma sína þess á milli. Mjer er sjerstaklega minnisstætt, hvað jeg undantekn-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.