Hlín - 01.01.1924, Síða 56

Hlín - 01.01.1924, Síða 56
54 Hlin illa afturkvæmt. Það er fyrirgefið þar, þó menn verði fá- tækir i bili, ef menn setja rögg á sig að vilja losna úr fátæktinni, því þá vilja margir hjálpa. En ef fátækir menn sýna þann heigulshátt, að vilja ekki fyrst og fremst losna úr skítnum, heldur sljófgast að sómatilfinningu og kom- ast í værð við lús og skít, loftleysi og ódaun á letinnar svæfli, þá eru þeir ekki lengur taldir í heiðvirðra manna húsum hæfir, og varla í kirkjum græfir. Jeg sá marga landa vestanhafs komna til álits og efna, sem hjer heima höfðu barist við fátækt og vesaldóm. Pá hugsaði jeg stundum: »Hvað hefði orðið úr þessum, hefðu þeir setið heima?« Og jeg hrygðist við að geta ekki af sannfæringu sagt, að þá hefðu bæði þeir og landið okkar átt betri kjörum að fagna. Petta land sem þeir nú bygðu, var þó ekkert vistlegra nje betra en landið ókkar heima. En hjer höfðu þeir fengið að neyta kraptanna með góðu fordæmi duglegra nágranna. Hjer hafði þeim verið sýnt í tvo heimana, og fengið að velja um annaðhvort að duga eða drepast, og þeir lærðu það af nágrönnum sínum að velja heldur hið fyrnefnda. Heima höfðu þeir aðeins vanist því að »fljóta sofandi að feigðarósi«, sem þótti kurteisi í gamla daga. Hvar sem jeg kom meðal Vestur-íslendinga, fanst mjer heimilisbragur yfirleitt hinn snyrtilegasti. Húsbúnaður vandaður, en íburðarlítil. Stofugögnin fá, en sterklega gerð og hentug. F*ar var hvergi að sjá óhóf af allskonar útlendu skrani, sem fyllir svonefndar »stássstofur« í okk- ar kauptúnum og á að vera til prýðis, en miðar til þess að safna ryki og gera alla ræstingu örðugri í stofunum. Á efnaminni heimilum sá jeg alment, að eldhúsið var Íafnframt dagleg stofa, þar sem menn komu og settust inn í hýruna, er þeir höfðu unnið úti á daginn, og þar var matborð, þar sem menn mötuðust við, og kvenfólk sat við sauma sína þess á milli. Mjer er sjerstaklega minnisstætt, hvað jeg undantekn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Hlín

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.