Hlín - 01.01.1924, Page 42
40
Hlln
um að veita íslenskum stúlkum viðtöku, skemri eða lengri
tíma eftir vild, Pað ætti sjerstaklega vel við, að stúlkur
sem ætla sjer að kenna hjer á landi, en hafa aðeins notið
5 mán. hússtjórnarskólanáms, notuðu sjer þetta tilboð.
Halldórá Bjarnadóttir.
Ljósið.
Kom þú blessað Ijósa Ijós,
lýs þú ísafoldu.
Jeg finn vel, að mig vantar anda og orð, til þess að
tala eins vel og jeg vildi um það, sem hverjum manni
er kærast, og sem best hefir styrkt mig og glatt, en það
er: Blessað Ijósið, í margvíslegri merkingu þess orðs.
Eitt það fyrsta, sem ungbarnið veitir eftirtekt, er Ijósið,
hvórt heldur er sólar- eða tunglsgeisli eða inni kveikt
ljós, og hverfi það, grætur barnið eða stingur sjer tii
svefns, og þó það vitkist meira, er Ijósið ein aðalgleði
þess. Petta helst mannsæfina út, í sljófu auga gamal-
mennisins hefi jeg oft sjeð glitra gleðitár yfir Ijósadýrð
jólanna eða geislum sólarinnar. Þegar birta dagsins eykst
eftir vetrarsólhvörfin, fagna yngri og eldri, eða þegar »sól-
ina fer að sjá« eftir nokkurra daga eða vikna hvarf, hve
mikið er henni þá ekki fagnað. — Þótt tíð sje mild, þrá
menn sólskin á hverjum einasta degi, það er eins og sál
og líkami mannsins andvarpi: Ljós! meira ljós! — Skáldin
breiða töfrablæju sólargeislanna yfir umhverfið, til þess
að fullkomna dýrð náttúrunnar, hvort heldur hún rennur
»í gliti gulls« og »særinn sveipar tær sól í skærum öld-
um« eða »Á dýrðarskeið rís dagsól heið, á dalina Ijómar