Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 64

Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 64
62 Hlin Systurnar þrjár. Mig langar til að minnast á þrjár konur, sem jeg kynt- ist í æsku, og sem jeg álít að hafi verið miklar merkis- konur. Pað eru þær: F*óra í Skógum, móðir síra Matthíasar, Helga á Hallsteinsnesi, hún var gift Samúel ömmubróð- ur mínum (þau áttu ekki börn), og Guðrún í Miðbæ í Flatey, hún var amma þeirra skáldkvennanna Ólínu og Herdísar Andrjesdætra.* Allar höfðu þessar systur mjög svipaðar lyndiseink- unnir, þær vóru miklar búkonur, glaðlyndar með afbrigð- um, gjafmildar og nægjusamar. Síra Matthías hefir í »Sögukaflar af sjálfum mjer« minst móður sinnar með ást og virðingu, minst á hve góð og ástrík rnóðir hún var, og hve miklum gáfum hún var gædd. En mjer finst ekki minna um vert hennar framúr- skarandi Ijettu lund, þolinmæði og þrautseigju í hennar oft erfiðu lífskjörum. — Jeg hefi áður lítilsháttar minst á það í »Hlín« (V.) hver hátíðisdagur var hjá okkur krökkum í Djúpadal, þegar þær systur, þóra og Helga, komu að heimsækja móður mína. Vanalega komu þær einu sinni á hverju sumri, væri Helga svo hress, að hún kæmist á hestbak, hún var mjóg heilsutæp. — Allir glöddust við komu þeirra, og öllum leið vei í návist þeirra. Pað sem okkur krökkunum þótti mest í varið var, að þær lánuðu okkur reiðhestana sína. — Helga átti orð- lagðan reiðhest, og máttum við leika okkuráhonum, og var það óspart notað og tekinn góður sprettur um Djúpa- dalseyrar. Pað var hátíð hjá okkur, því þó nógir hestar væru til í Djúpadal, máttum við aldrei brúka þá að óþörfu. * Fjórða systirin var Sigríður, sem var gift Magnúsi Einarssyni bróður Eyjólfs dbrm. í Svefneyjum, en amma síra Jóhanns Lúthers, Hana þekti jeg ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.