Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 64
62
Hlin
Systurnar þrjár.
Mig langar til að minnast á þrjár konur, sem jeg kynt-
ist í æsku, og sem jeg álít að hafi verið miklar merkis-
konur.
Pað eru þær: F*óra í Skógum, móðir síra Matthíasar,
Helga á Hallsteinsnesi, hún var gift Samúel ömmubróð-
ur mínum (þau áttu ekki börn), og Guðrún í Miðbæ í
Flatey, hún var amma þeirra skáldkvennanna Ólínu og
Herdísar Andrjesdætra.*
Allar höfðu þessar systur mjög svipaðar lyndiseink-
unnir, þær vóru miklar búkonur, glaðlyndar með afbrigð-
um, gjafmildar og nægjusamar.
Síra Matthías hefir í »Sögukaflar af sjálfum mjer« minst
móður sinnar með ást og virðingu, minst á hve góð og
ástrík rnóðir hún var, og hve miklum gáfum hún var
gædd. En mjer finst ekki minna um vert hennar framúr-
skarandi Ijettu lund, þolinmæði og þrautseigju í hennar
oft erfiðu lífskjörum. — Jeg hefi áður lítilsháttar minst
á það í »Hlín« (V.) hver hátíðisdagur var hjá okkur
krökkum í Djúpadal, þegar þær systur, þóra og Helga,
komu að heimsækja móður mína. Vanalega komu þær
einu sinni á hverju sumri, væri Helga svo hress, að hún
kæmist á hestbak, hún var mjóg heilsutæp. — Allir
glöddust við komu þeirra, og öllum leið vei í návist
þeirra. Pað sem okkur krökkunum þótti mest í varið var,
að þær lánuðu okkur reiðhestana sína. — Helga átti orð-
lagðan reiðhest, og máttum við leika okkuráhonum, og
var það óspart notað og tekinn góður sprettur um Djúpa-
dalseyrar. Pað var hátíð hjá okkur, því þó nógir hestar
væru til í Djúpadal, máttum við aldrei brúka þá að óþörfu.
* Fjórða systirin var Sigríður, sem var gift Magnúsi Einarssyni
bróður Eyjólfs dbrm. í Svefneyjum, en amma síra Jóhanns Lúthers,
Hana þekti jeg ekki.