Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 35
Hltn
33
því 40 hestar, styrkur úr Ræktunarsjóði Friðriks konungs
8.*, nokkur styrkur úr bæjarsjóði Akureyrar, árgjöld íje-
iaga og tekjur af samkomum.
Frú Anna sál. Schiöth, sem lagði hyrningarsteininn að
garðinum með áhuga sínum og dugnaði, ánafnaði Listi-
garðsfjelaginu 1000 kr. eftir sinn dag, og ber sá sjóður
nafn hennar, nýtur fjel. að nokkrum hluta ársvaxtanna
af fje þessu.
Árangurinn af starfsemi Listigarðsfjelagsins í þessi fáu
ár, má kallast mjög góður. Garðurinn fríkkar með ári
hverju og er til prýði og gagns fyrir bæjarbúa, um leið
vekur hann menn til umhugsunar um, hvað hægt sje
að rækta hjer á Iandi, og getur jafnframt vonir um, að
miklu meiru sje hægt að koma í verk, ef aðeins er haldið
áfram með þolinmæði og þrautseigju, og ekki altaf hugs-
að um að bera sem mest úr býtum hagsmunalega. —
Rað eru oft mikilsverðustu störfin og vandamestu, sem
útheimta óeigingirni og ósjerplægni, og á örmum þeirra
dygða var Listigarðshugmyndin í heiminn borin og á
þeim byggist framtíð hans. — Nú er í ráði, að garðurinn
eignist vermireit á næsta ári, svo að meira verði um
sumarblóm en áður hefir verið, ásamt vermibeðum og
blómareitum með nýrri gerð. Líka hefir komið til tals
ræktun á matjurtum í smáum stíl. Ef af því yrði, gæti
komið til mála, að garðurinn seidi afskorin blóm, sem
altaf er mikil eftirsókn eftir, og einnig lítið eitt af mat-
jurtum. Sala á trjáplöntum að vorinu gæti einnig komið
til greina. Loks hefir verið um það talað, að garðyrkju-
konan tæki stúlkur til garðyrkjunáms að vorinu, um lengri
eða skemri tíma, eftir því sem hentugast væri, gæti það
orðið til mikils gagns, því í garðinum eru unnin flest þau
verk, sem hver garðeigandi þarf nauðsynlega að kunna.
* Vonandi lætur stjórn sjóðsins ekki á sjer standa að veita Listi-
garðinum árlegan styrk, svo að hann geti komið í framkvæmd
sem flestum af áhugamálum sínum.
3