Hlín - 01.01.1924, Page 23

Hlín - 01.01.1924, Page 23
Hlln 21 brauði, er lærdómsrík vísbending um' hollustu rúg- brauðsins. Auk bætiefnanna ber að líta á hið eiginlega næringar- gildi matarins, og er það metið eftir þeirri hitaorku, sem fæst úr fæðunni í líkamanum. Pegar kolum er brent í ofni, framleiðist hiti, og má ákveða hitamagn kolanna með því að athuga, um hve mörg hitastig kolin hita tiltekið rúmmál af vatni. Alveg eins má brenna ýmsum fæðuteg- undum í þar til gerðum ofnum, og finna, hve mikill hiti framleiðist af hverri tegund matar út af fyrir sig. Nú hafa lífeðlisfræðingar fundið, að þegar menn borða matinn, myndast sami eða svipaður hiti við melting hans og efnabreytingar í líkamanum, sem við brenslu í ofni. Nær- ingargildið er því metið eftir hitagildi matarins og reikn- að í hitaeiningum, sem er það hitamagn, er þarf til þess að hita 1 lítra af vatni um 1 stig. Menn hafa kannað hitagildi ýmsra brauðtegunda, og lætur nærri, að hita- eða nœringargildi hveitibrauðs sje aðeins 12°lo meira en rúgbrauðs. En verðlagið er ekki í neinu samræmi við þetta, því hveitibrauð er 200°lo dýrara en rúgbrauð. Hjá brauðsölunum kostar 1 pund af hveiti- brauði sama sem 3 pund af rúgbrauði. Sje miðað við næringargildi, er franskbrauðið því dýr matur, og síst er það búhnykkur af íslendingum að hverfa frá rúgbrauðinu og neyta aðallega hveitibrauðs, eins og sagt er að tíðkist sumstaðar hjer á landi. Skylt er þó að geta þess, að við meltinguna eru rúgbrauðin lítið eitt úrgangsmeiri en hveitibrauðin, en lítið gætir þess. Margir munu sækjast eftir hveitibrauði végna þess að þeim þykir það bragðbetra, en aðrir hafa þá trú, að þau sjeu hollari. F*ví er og svo varið um einstöku menn, að þeir þola ekki vel rúgbrauðin, sem ætíð eru súrari en hveitibrauðin, er ekki tiltökumál, þótt sjúklingar þurfi sjerstakt mataræði, en helst ætti ekki öll þjóðin að fara á sjúkrakost. Hveitibrauðin eru holóttari en rúgbrauð og

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.