Hlín - 01.01.1924, Side 54

Hlín - 01.01.1924, Side 54
52 Hltn Frá heimilisháttum Vestur-Islendinga. Yfirleitt leist mjer menningarbragur íslenskra alþýðu- manna í Vesturheimi talsvert meiri en alment gerist hjer heima meðal alþý.ðu. Satt er það, að mest kyntist jeg efnaðra manna heim- ilum, þar sem mjer var boðið að gista. Eigi að síður kom jeg þó einnig á efnaminni heimili, bæði til smá- bænda í sveitinni og verkafólks í kaupstöðum. Var mín stundum leitað sem læknis. Verulegan skort sá jeg hvergi. Allir voru þokkalega til fara og þrifalegir; báru það með sjer, að þeir ættu bæði í sig og á. Húsakynnin voru björt, loftgóð og þrifaleg og nóg í eldinn. Fátækt í þeirri mynd, sem þráfalt sjest hjer og hvar á landi voru, þekkist ekki meðal íslendinga vestanhafs. Og yfirleitt sjest ekki önnur eins ömurleg tötraeymd eins og hjer sjest í sum- um kauptúnum, nema meðal kynblendingaskríls í af- skektum sveitum eða í aumingja-hverfum stórbæjanna, óg þá einkanlega meðal þjóða af slafneskum uppruna eða rómönskum. Vestur íslendingar reiknast með þjóðunum af besta flokki í Vesturheimi. En þann flokk fylla Þjóðverjar og Norðurlandabúar. Pessar germönsku þjóðir hafa verið nám- fúsastar á alt gott, sem enskumælandi nágrannarnir gátu kent þeim, en þær komu líka vestur með hollan heima- fenginn bagga. Pær hafa ávaxtað sitt pund ágætlega í nýja jarðveginum, og það eru þær, sem nú hvarvetna — ekki einasta komast til jafns við ensk-ameríkska kynstofn- inn sem fyrir var — heldur eru smámsaman að ná for- ystu vestan hafs á öllum sviðum. Og íslendingar gera ósvikið skyldu sína. Peir sýna sig hvatvetna »hlutgenga á Orminum langa«. Þegar nú svo er komið, þá þarf ekki að furða sig á, þó að Vestur-íslendingar setji mestan metnað sinn í að

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.