Hlín - 01.01.1924, Qupperneq 69
67
Hlln
að hún gæti skorið úr þessari þrætu, Annar þessara
bænda var góðkunningi Quðrúnar, og gamall búmaður þar,
en hinn nýfarinn að búa og henni með öllu ókunnugur.
»Jú, þó jeg sje nú slæm af gigtinni skal jeg reyna að
staulast með ykkur inneftir.«
Þegar þangað kemur, sjer hún að allir merkjasteinar
eru vallgrónir, af því hlaust þrætan, en svo var hún
minnug, að glögt mundi hún hvar þeir áttu að standa
og sagði hún bændum: A þessa þúfu skuluð þið grafa,
þar hygg jeg þið munið finna stein«, og kom þá í Ijós
að Guðrún hafði rjett að mæla, þar kom fyrsti merkja-
steinninn, og svo hjeldu þeir áfram að grafa eftir hennar
fyrirsögn, þangað til allir merkjasteinarnir voru komnir í
Ijós, og sást þá hve hún hafði verið glögg og minnug.
Pökkuðu bændurnir henni fyrir og fóru hver heim til sín.
Daginn eftir kemur sá maðurinn, sem hallast hafði á í
skiftunum, suður í Miðbæ til Guðrúnar, og færir henni
tvo óróna sjóvetlinga, annan fullan af kaffi, hinn af sykri,
og þótti það höfðingleg gjöf í þá daga, kvað hann það
lítinn þakklætisvott fyrir, hve vel og rjettvíslega hún hefði
bundið enda á þetta deilumál, og þetta var einmitt nýi
bóndinn og henni með öllu ókunnugur. »Vænt þótti mjer
um gjöfina, en vænna þótti mjer um að kynnast þessum
göfuglynda ágætismanni* sagði hún síðar (það var Bent
sál. kaupmaður og bóndi í Flatey).
Góður þótti Guðrúnu kaffisopinn, en bestur þó, þegar
hún naut hans með öðrum, og var það í gamni haft í
Flatey, að ef Guðrún sá einhvern ganga fyrir Miðbæjar-
dyrnar, þegar kalt var, kallaði hún: »Komdu inn og þigðu
kaffisopa, annars verður hann ónýtur á könnunniN
Væri rituð æfisaga þessara systra, gæti það orðið góð-
ur leiðarvísir til eftirbreytni.
Ingibjörg Jónsdóitir
frá Djúpadal.
5*