Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 32
30
Hlln
80 teg. íslenskar, fara þessar blómplöntur fjölgandi ár frá
ári. — S.l. ár var bætt við í garðinn 1200 birkiplöntum, 30
reyniviðarplöntum, 8 greniplöntum, 2 furum og 2 geit-
blöðungum* — Ennfremur hafa bæst í garðinn 9 teg.
af útlendum blómjurtum og um 20 teg. af innlendum.
Markmiðið er að reyna að fá í garðinn sem flestar teg-
undir af íslenskum blómplöntum, þær þola margar fylli-
lega samanburð við útlendu skrautblómin, en eru þar að
auki miklu auðræktaðri og ódýrari. T. d. er þrílita fjólan,
sem vex mikið hjer á Akureyri, ein hin fegursta skraut-
planta og auðræktuð.
Pegar garðurinn var gerður, voru hólar og hæðir, lágar
óg lautir látnar halda sjer svo sem hægt var; sljettir fletir
einir eru ekki eftirsóknarverðir í görðum.
Aðalgangar þurfa að vera breiðir og vel malarbornir,
en við viljum sem minst hafa af götum, grasgangarnir
eru fallegastir, umferð er ekki svo mikil í listigörðum
hjer á landi að hætta sje á traðki, og í görðunum er
engu síður setið en gengið.
Blómbeðin mega ekki vera stærri en svo, að hægt sje
að hylja þau að mestu með blómum, fjölga þeim heldur
smámsaman.**
Síðustu ö árin hefir garðyrkjukona starfað í garðinum
frá 14. maí til 14. sept. og hefir kaupið verið 1000 kr.
yfir sumarið síðustu árin.
í fyrstu var það ætlunin, að bæjarbúar hirtu um garð-
inn eða legðu til vinnu í hann, en það sýndi sig brátt,
að það blessaðist ekki. — Við garðyrkjuna þarf sjerstak-
lega einhuga árvekni og umönnun, ef vel á að fara. —
* Birkiplönturnar fær garðurinn austan úr Vaglaskógi, hefir skóg-
ræktarfræðingur Kofoed Iiansen sýnt garðinum þá velvild að selja
þær við mjög vægu verði, og kunnum við honurc bestu þakkir fyrir.
** Uppdrátt þarf að gera að öllum görðum, smáum og stórum, þeg-
ar í byrjun, svo skipulegt verði. Frú Anna sál. Schiöth gerði
uppdrátt að Listigarðinum og rjeði tilhögun hans að öllu leyti.