Hlín - 01.01.1924, Side 50

Hlín - 01.01.1924, Side 50
48 HÍin Pá get jeg ekki í þessu sambandi stilt mig um að minnast örlítið á þau ógrynni sem flutt er inn af tilbún- um fatnaði, og það meira að segja kvenna- og barna- fatnaði, alt frá nærklæðnaði til yfirhafna, og er það ekki vansalaust, að íslenskar konur skuli kaupa fatasaum af erlendum þjóðum, og borga þannig stórfje sem vinnu- laun út úr landinu. En sjálfar kvörtum við um atvinnu- leysi og það með sanngirni, því hjer er fjöldi af konum, sem ganga vinnulausar parta úr árinu, ef þær, af einhverj- um ástæðum, geta ekki eða vilja ekki gefa sig í fastar vistir. Pað er hastarlegt að ganga sjálfur vinnulaus, en kaupa þá vinnu af öðrum, sem maður á hægt með að leysa eins vel af hendi og sá, sem vinnuna selur. Pað er all-undarlegt, að hjer skuli ekki fyrir löngu vera byrjað á þeim iðnaði sem nefndur er »Lagersöm«* — Vona jeg fastlega, að einhver kona eða konur, sem þekkingu hafa á þeirri vinnu, byrji sem allra fyrst á henni; þess ér full þörf, því fjöldi af fólki hefir ekki efni á að borga pantaða vinnu, sem jafnan er mun dýrari. Óneitanlega væri það gaman, að konur gætu sjálfar byrjað á að koma upp barna- og kvenfatnaði. Innflutningshöftin og vönduð vinna munu tryggja árangurinn. Gangi maður um borgina, verður eflaust fyrir manni einhver skrautgripabúðin, og er það sannast að segja, að þá ofbýður manni fyrst fyrir alvöru, ef maður spyr um verð á ýmsum munum þar, sem þá líka að sjálf- sögðu eru fagrir. En fólki, sem ekki hefir of mikið af peningum, ofbýður að sjá þarna hluti, sem kosta jafnvel svo þúsundum skiftir, hver þeirra. Maður skilur varla, að hjer sjeu þeir auðmenn til, sém geta keypt slíkt. Og þó að svo væri, að hjer sjeu til þeir peningamenn, er geta fleygt þannig stórfje fyrir smámuni, þá finst manni það hróplegt að sjá allan þann óhófsvarning og hjegóma, sem * Verslanir láta sauma ýmsan fatnað til að eiga fyrirliggjandi, er menn koma að kaupa.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.