Hlín - 01.01.1924, Side 44

Hlín - 01.01.1924, Side 44
42 Hlín þeirra, er fram hjá fara. v— Pannig er því líka varið með Ijós kærleikans; margoft má rekja geisla þess gegnum margar áraraðir, þó það virðist aðeins hafa lýst stutta stund. — Unglingur hefir orðið fyrir geislunum, og það hefir haft áhrif á alla æfi hans til góðs, og þau áhrif hafa aftur náð til annara, það er sönn mótsögn við »Eitt einasta syndar augnablik — oft lengist í æfilangt eymd- arstrik«, eða eins og skáldið sjálft orðar það »Eitt augna- blik helgað af himinsins náð oss hefja til farsældar má«. — Einu sinni var lítil stúlka á mannmörgu heimili að fága hnífa og matkvíslar, hún gerði það með ánægju og af kappi og söng við vinnu sína: »í veröldinni er dimt, við verðum því að lýsa hver í sínu horni, jeg í mínu, þú i þínu, og þá fer alt vel.« — Petta kapp og ánægja hennar breiddist út til alls heimilisfólksins, því öllum þótti það minkun að vinna ver en litla stúlkan; hún bar kærleika til starfs síns, og það Ijós lýsti fleirum á sömu braut. Merkur guðfræðingur hefir sagt svo frá, að eitt sinn, er hann bar þunga sorg, og margir höfðu sýnt honum hluttekningu, hafi hann mætt kunningja sínum á förnum vegi, er aðeins hefði lyft hattinum í kveðjuskyni og litið til sín um Ieið, en það snögga augnatillit hefði verið sjer til meiri huggunar en öll sú hluttekning, sem sjer hefði verið sýnd af öðrum, svo mikið Ijós getur Ijómað frá einu kærleiksríku augnatilliti. Ekki þekki jeg nokkurn mann, sem ekki finni þess mikinn mun að ferðast í þoku eða glaða sólskini, og þó er munurinn margfalt meiri á þeirri vellíðan, sem Ijós kærleikans veitir. Fyrir því hverfur þoka tortrygninnar og sjálfselskunnar, og við hlýju geislana þess verða stormar reiði og drambsemi að þýðum hugblæ. Og það dásam- legasta er, að þetta ljós logar, með skærari eða daufari birtu, í hjarta hvers einasta manns, sem skyn hefir öðlast. — Öllum er sameiginlegt að þrá kærleikann, blíðlyndu

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.