Hlín - 01.01.1924, Side 51

Hlín - 01.01.1924, Side 51
Hlin 49 hjer er á boðangi í búðunum, fyrir vafalaust svo miljón- um skiftir árlega, þegar ríkið er í svo alvarlegri þröng, að það verður að hætta við, eða að minsta kosti tak- marka mikið, verklegar framkvæmdir, sem þó enga bið þola, og svifta þannig fjölda manns atvinnu, og gera þá um leið, marga hverja, að ósjálfbjarga byrði á þjóðinni, í stað þess að vera hluti af orku hennar. Jeg hefi nú lauslega drepið á nokkra smámuni, sem maður rekur augun í, ef maður gengur um götur Reykja- víkurborgar. Við verðum að viðurkenna, að við eigum hægt með að vera án þessara hluta 3 — 4 ár, já, alla æf- ina, án þess að fara á mis við neitt það, sem með rjettu geta heitið þægindi. Og ef við vildum leggja ofurlítið á okkur núna 1 — 2 ár, þá gætum við sparað sem um munaði, en um það læt jeg nú konurnar sjálfar. Pá er ótalin sú eyðsla, sem fer í gegnum búr og eldhús, og er það auðvitað ekki neitt smáræði, sem þar er eytt til óþarfa, samanlagt á öllu landinu. En þó lít jeg svo á, að ekki sje hægt að gera mjög strangar kröfur til kvenna yfirleitt í hagkvæmri heimilisfærslu, enn sem komið er, því þar veidur svo miklu þekkingarskortur okkar í þeim efnum. — Við höfum flestar mátt búa ein- göngu að þeim gáfum óræktuðum, sem náttúran hefir lagt í skaut okkar, bæði í þessu tilliti og fleiru, sem okkur og alþjóð varðar miklu. Annað það sem ekki veldur litlu, bæði um efna- og tímaeyðslu, er hið óheppilega fyrirkomulag sem er á húsa- og herbergja skipun, og óþægileg og slæm áhöld, sem margar konur eiga við að búa. Að minsta kosti hefir mörg sveitakonan sannarlega haft af því að segja. Yfir- leitt er flest það, er við kemur haganlegu fyrirkomulagi í byggingum og öðru heimilunum til hægðar og þokka, mjög skamt á veg komið, sjerstaklega þó í sveitunum, og væri mjög æskilegt, að konur skoðuðu það sem eitt 4

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.