Hlín - 01.01.1924, Page 57

Hlín - 01.01.1924, Page 57
Hlin 55 ingarlaust sá alstaðar myndarlegan borðbúnað, sumstað- ar afar dýran, en ætíð samræman og vel valinn. — Húsa- kynnum er vanalega svo háttað, að miklu auðveldara er að halda þeim hreiríum en tíðkast hjá okkur. Bæði gerir veðráttan það, að menn bera þar síður aur inn í húsin, og þar að auki eru gangstjettir alstaðar meðfram húsun- um og í sveitunum milli peningshúsanna og íbúðarhúss- ins. Þessar gangstjettir eru oftast úr timbri. — Allir verkamenn eru vandir að því að vera í yfirhafnarfötum (venjulega bláum hábrókum), meðan þeireru við skepnu- hirðingu eða óþrifalega erfiðisvinnu. En þegar blautt er, þá eru þeir í gúmmístígvjelum og vatnsheldum yfirhöfn- um, og dettur ekki í hug að fara inn í stofurnar, nema annaðhvort á sokkaleistunum eða með þvi að taka á sig inniskó. — Gólfin, hurðirnar, dyra- og gluggaumbúnaður er venjulega úr vönduðum, hörðum, gljáandi viði (eik eða ahorn), og er mjög auðgert að halda þessu hreinu án mikillar fyrirhafnar. Veggirnir eru venjulega gibsaðir, hvítir og þokkalegir. — Eldavjelarnar þóttu mjer sjerlega hent- ugar og snotrar, svo að eldhúsinu var sjerstök prýði að vjelinni eins og besta stofugagni. — Á öllum efnaðri heimilum var miðstöðvarhitun með eldstæði í kjallara, sem hitaði upp loft, er streymdi hreint að utan, og var leitt inn í hvert herbergi eftir Ioftháfum gegnum rist í gólfinu eða í veggnum niður við gólfið. En þar sem ofnar voru, var brent skógarviði oftast nær og eins í öðrum eldstæðum. En þar sem kolum var brent, þá voru það eitthvað önnur og betri kol, heldur en svarti sorinn grjótblandaði, sem við fáum dýrum dómum frá Englandi og oft er úrgangur, sem Englendingar sjálfir vilja ekki nýta í húsum sínum. — Att þetta stuðlar að því, að gera mönnum hægra fyrir með hreinlæti í húsunum og með húsverkin yfirleitt. Jeg furðaði mig líka oft á því, hve vel einni húsmóðurinni tókst að halda heimilinu í góðu lagi, því vinnukonur þekkjast ekki nema hjá mjög efnuðu

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.