Hlín - 01.01.1924, Side 27

Hlín - 01.01.1924, Side 27
HUn 25 enginn íslendingur vill nýta í plögg. — Petta eru þau einu kynni, sem erlendar þjóðir hafa af ísl. ullariðnaði, nema það lítið sem slæðist með útl. ferðamönnum, sem ekki er teljandi. — Jeg fór utan í mars s.I. vor til þess að kynnast handavinnu í skólum og h.iðnaði yfirleitt, og tók jeg þá með mjer nokkurt úrval af ullariðnaði, prjón- lesi og vefnaði, í því skyni að sýna mönnum, í þeim löndum, er jeg færi um, að íslenskur tóskapur væri annar og betri en smábandssokkar og vetlingar. Jeg sýndi þetta úrval í Kaupmannahöfn, Gautaborg, Stokkhólmi, Kristjaníu og Björgvin. Iðra jeg ekki þessa tiltækis, því af sýningum þessum, þótt ekki væru þær margbrotnar, þykist jeg hafa lært meira en af nokkru öðru í þessari ferð, á jeg þar einkum við, hvað jeg græddi á að hlusta á ummæli almennings um hina íslensku vinnu. Pað er okkur lífsnauðsyn í þessu efni að vita hvað fólkið, sem við ætlum að versla við, vill, álit þess á hlut- unum getur þar verið alt annað en okkar. Pað má fullyrða, að alstaðar þótti vinnan fyrirtaks góð, menn þóttust ekki hafa sjeð þvílíkan handtóskap, dáðust að vinnunni og ullinni, bæði þeli og togi. Sauðarlitirnir þóttu mönnum sjerlega fallegir, og áttu margir bágt með að trúa að þetta væri náttúrulitur. Jeg tók við nokkrum pöntunum eftir þessum sýnishornum, og fjekk útsölu- staði í þeim borgum, er jeg sýndi í. Framtíðarmarkaður hlýtur að fást eftir því, hve vel þessari litlu tilraun var tekið, þó var tíminn alt annað en hentugur. Menn höfðu alment orð á þvi, að væri kostur á að fá þennan varning að vetrinum, yrði hann mikið keyptur. Pessi sambönd sem fengin eru þarf að tryggja og fá ný, með því að senda mann utan við og við, og með þvi að halda smásýningar ytra á fárra ára fresti, sjerstak- lega ætti það vel við að sýna gott úrval af íslenskum

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.