Hlín - 01.01.1924, Side 60

Hlín - 01.01.1924, Side 60
58 Hlin hjer á sama menningarbragnum meðal alþýðu og þeim, sem vestur-íslensk alþýða hefir náð, fyrir holla samkepni og holt nágrenni við hinar þróttmiklu og bráðþroska enskumælandi þjóðir hins nýrra og (að sumu leyti) betra heims. Stgr. Matthiasson. Vöxtur bæjanna. Við sem komin erum til vits og ára, höfum verið sjónarvottar að stórkostlegum straumhvörfum í lífi þjóðar vorrar. Við höfum sjeð bæina myndast og vaxa á svip- stundu upp í smámynd af stórborg, suma hverja. Við höfum sjeð sveitamenninguna, að vísu fábreytta og ófág- aða, en þó trausta og raungóða, þokast lengra og lengra út í skuggann, en geislana brotna að sama skapi meir og meir á stórborgamenningunni, og skrýða hana öllum litum regnbogans. Pað mætti nú máske kalla það sjálfhæðni að tala um stórborgamenningu hjer á landi. En sje nánar að gáð, verður það Ijóst, að sama fyrirbrigðið er á ferðinni hjer eins og á meðal stórþjóðanna, að hlutföllin milli lands- bygðarinnar og bæjanna síga óðum í sömu áttina hjer eins og þar. Við þurfum því að gera okkur Ijóst, hvert þessir straum- ar bera, svo að við getum vitað, hvort við eigum að gera nokkuð til þess að þrengja farveginn, eða hvort við eigum að dýpka hann. — — Myndun og vöxtur bæjanna hefir almennast verið álit- inn menningarauki, og er það líka á margan hátt. F*á er eins og nokkur hluti hinna dreifðu krafta þjóðarinnar

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.