Hlín - 01.01.1924, Side 38

Hlín - 01.01.1924, Side 38
36 Hlin og fullkomna hússtjórnarskóla, heldur undirbúa svo á meðan hugi manna, að þeir fái betri skilning á málinu og stefnan verði heilbrigð frá byrjun, vel við hæfi okkar íslendinga, og reyna að missa aldrei sjónar á henni, þó lítið miði. Auðvitað þarf svo að ganga á lagið með stofnun skól- anna, jafnskjótt og kringumstæður leyfa. Reynslan er dýrmæt — og dýrkeypt stundum. Við er- um börn i rekstri húsmæðraskóla í sveitum, því verður ekki neitað, ekki tjáir að miða alt við útlenda skóla, ís- lenskir þurfa skólar okkar að vera Þegar reynsla er fengin, sem á má byggja, þótt í smá- um stíl sje starfað, hefi jeg trú á, að okkur verði trúað fyrir að reka hússtjórnarskóla okkar sjálfar — treyst til að gera það með hyggindum og hagsýni, svo ríkið þurfi engan skaða að bíða. Á þessu ári hefir lítillega verið gerð HV0 verið he^ir ^raun bæta ur brýnustu þörf um meiri fræðslu í heimilisstörfum. Blönduósskólinn breytti fyrirkomulagi sínu þannig, að kensla var tekin upp í hússtörfum: Matargerð, þvottum, húsræstingu og öðrum algengum heimilisstörfum — og handavinna var aukin, t. d. sjerstök deild sett á stofn fyrir karlmannafatasaum og vefnaður tekinn upp. — Að- sókn var mikil að skólanum, og sýnir það að almenn- ingur vill fá verklega fræðslu. Á Suðurlandi voru haldin matreiðslunámsskeið í Ár- nes-, Rangárvalla og Skaftafellssýslum í 7 mánuði (um- ferðarkensla). Var það gert að tilhlutun Bún.fjel. íslands og Bún.samb. Suðurlands. — Aðsókn var mikil að náms- skeiðum þessum. En lítið er nú þetta af öllu því sem þarf að gerai Reynsla annara þjóða sannar, að fólkinu lærist helst með þessari fræðslu að virða og vanda hin algengu dag- legu störf og unna þeim,

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.