Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 22
20
Hlln
Hveitiát íslendinga.
Á síðari árum hafa opnast augu heilsufræðinga fyrir
því, að grófgerður kostur er að öllum jafnaði hollari en
matur tilreiddur úr fínum efnum. Um aldamótin siðustu
voru sett Iög í Noregi um bætt mataræði sjómanna, og
m. a. ákveðið, að brauð skyldi bakað úr fínu hveiti í stað
hins grófa rúgbrauðs, sem annars hafði verið notað á
skipunum. Oamall skipstjóri einn, sem hafði ótrú á ný-
mælum þessum, tók til vonar og vara með sjer rúgbrauð,
áður en skipið Ijet í haf, enda var búist við langri úti-
vist, en hásetar gæddu sjer á eintómu hveitibrauði. En
áður en Iauk, fengu ýmsir þeirra bjúg og önnur sjúk-
dómseinkenni, samfara veiki þeirri, er nefnist sjómanna-
beri-beri, en læknuðust af rúgbrauði gamla mannsins.
Nú skilja menn orsökina tii þessa, því í rúgmjöli eru
bætiefni (vitamin), sem líkamanum eru ómissandi, en
þeirra gætir lítið í hveiti, og því minna sem hveitið er
fínna; í fínasta hveiti eru þau engin. Orsakast þetta af
því, að bætiefnin eru í hrati hveitikornsins og fara því
forgörðum við völsun og mölun hveitisins; svo er og
um allar korntegundir, nema rúg. í rúgkorninu eru bæti-
efnin ekki einungis í hratinu, heldur líka í fræhvítunni,
og þar með í rúgmjölinu, hversu fínt sem mjölið er
hreinsað. Pegar rúgur er metinn í samanburði við annan
kornmat, verður að leggja ríka áherslu á þessi hollustu-
efni, sem ætíð eru í rúgmjöli.
Á ýmsum íslenskum skipum mun hveitiátið ekki minna
en í landi. Jeg geri þó ekki ráð fyrir, að sjómennirnir
okkar mundu veikjast, þótt þeir neyttu ekki annars brauðs
en hveitibrauðs eins, því fæði þeirra er tilbreytilegt og
útivist venjulega ekki nema stutt. En sagan um norska
skipstjórann (úr bók próf. E. Poulsons um vitamin), sem
var lengi í hafi og læknaði háseta sína með grófu rúg-