Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 21
Hlin
19
berklar koma upp á heimilum þeirra, og tryggja dvöl
þeirra þar, þangað til búið' er að fjarlægja sjúklinginn og
sótthreinsa heimilið. — Berklahættan er mest fyrir ung-
börnin. Því er það, að nauðsyn rekur til, ef móðirin
verður berklaveik, að fjarlægja barnið hið bráðasta.
Pví verður ekki á móti mælt, að oss vantar tilfinnan-
lega margt, sem æskilegt væri að eiga, og standa ætti í
sambandi við hjálparstöðvar, en ættum við að bíða eftir
því öllu, þá mættum við bíða lengi. Og víst er um það,
að hjálparstöð eingöngu getur gert ómetanlegt gagn, svo
framarlega sem áhugasamur læknir og vel ment hjúkrun-
arkona eiga hlut að máli.
Sökum þess að fátæktin og berklaveikin haldast oft í
hendur, er ómissandi að hjálparstöð hafi nokkurt fje til
umráða. — ^Hjer í Reykjavík eigum við það góðum
mönnum að þakka, bæði stjórnarvöldum og einstakling-
um, að Hjálparstöðin hefir sjeð sjer fært að styrkja þá
sem erfiðast áttu með peningagjöfum, fatnaði, rúmstæð-
um, rúmfötum, matvælum, mjólk og — lýsi, sem er sjer-
staklega holt berklaveikum börnum. Stöðin lánar einnig
hjúkrunargögn, hrákaglös o. fl.
Starfssvið hjálparstöðva er:
1. Leitun að berklaveikum heimilum.
2. Heimsóknir og kynning á heimilum berklaveikra.
3. Fyrirbyggja, svo sem mögulegt er, sykingarhættu.
4. Efnaleg hjálp.
5. Upplýsingar og góð ráð til sjúklinga.
Það er ósk mín, að þessi litla grein verði til þess að
vekja ménn til umhugsunar, sem síðan leiði til fram-
kvæmda um að koma upp hjálparstöðvum víðsvegar um
land, þótt þær yrðu í smáum stíl.
Ef einhver óskar eftir frekari upplýsingum um þetta
efni, er jeg fús til að veita þær.
Christophine Bjarnhjeðinsson.
Laugavegi 11, Reykjavík,
2*