Hlín - 01.01.1924, Side 77

Hlín - 01.01.1924, Side 77
Htín 75 Eftir að búið er að þvo tóvöruna vel og hreinsa hana, þarf að pressa hana með deigum Ijereftsklútum, klippa síðan allar ílur og merkja greinilega. — Umbúðir þurfa að vera góðar, svo varan aflagist ekki nje skemmist í flutningi. — Menn kannast við snildarhand- bragðið á öllum frágangi á útlendum iðnaði, og hve vel hann geng- ur t augun og er útgengilegri fyrir þá sök. Öll vinna, sem á að vera markaðsvara, þarf að vera sterklega gerð og vandvirknislega, og það engu síður þótt hún sje gróf og úr ódýrara efni. Sómi okkar liggur við, að þar sjeu engin svik höfð í tafli, það hefnir sín brátt. Þegar verð á ullarvöru er ákveðið, þarf að Ieggja þyngdina til grundvallar að viðbættum vinnulaunum. Band af ýmsu tagi mundi seljast vel á útsöl- Til athugunar: um bæði innanlands og utan, eingirni, tví- og þríband, sauðarlitað og jurtalitað. — Sokka- og peysuband yrði útgengilegast. Útlendingar vilja ekki fínt band í það. Sokkar. Karlmannssokkar, bæði sportsokkar og algengir sokkar (hálfsokkar), þurfa að vera a. m. k. af 3 stærðum, nr. 10—IOV2—11.* Meðal stærð á sportsokkum, 45 cm. hæð frá ilj fyrir utan uppbrot, framleistlengd 30 cm.** Á vanalegum hálfsokkum 40 cm. hæð, þar af stuðlar (eða brugðingar) 15 cm. Framleistlengd 30. cnr. Liturinn á sportsokkum má vera grár, nrórauður, eða sauðsvartur, líka tvinn- að saman, grátt og hvítt, mórautt og hvítt, blátt og hvítt, gult og svart, grænt og svart 0. s. frv. Þessir litir tíðkast nú mjög erlendis í sokkum, peysum og kvenbúningum. — í karlmannshálfsokka þykir jafnan fallegt að hafa samkembu af svörtu, gulu, grænu og rauðu (aðalliturinn: svart). í uppbroti á sportsökkum mega ekki vera sterk- ir litir, en hvítt, svart, sauðarlitir og jurtalitir, stundum eru uppbrotin samlit. — Kvensokkar þurfa að vera vel háir, víðir og liðugir. — t'að má gera a. m. k. 3 stærðir af barnssokkum. — Ailir sokkar mega vera lítið eða ekkert þæfðir. — Það þarf að ganga vel frá fitjunr og totum. Hælarnir þurfa að vera sterkir, og þvt æskilegt að hafa grófara í þeim, eða einfalt bánd lagt með. — Ef sokkarnir eru trjedregnir þarf að gæta þess, að trjeð sje nokkuð stœrra en sokkarnir, trjeð á ekki að ráða stærðinni. — Sokkar ættu að vera lítið haustullarbornir, þó ódýr- ir sjeu. — Öllu prjónlesi þarf að fylgja hönk af bandi til viðgerðar. Vetlingar. Bæði belg- og fingravetlingar þurfa að vera gerðir af góðri ull, og vera vel Iagaðir, en óþarft er að hafa þá alla fína. — * Nr. IOV2 meðalstærð. Nr. 11 stærra. ** Framleistarnir eru tiltölulega langir á öllum útlendum sokkum og hælarnir stórir. Þeir slitna betur með því Iagi.

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.