Hlín - 01.01.1924, Side 66

Hlín - 01.01.1924, Side 66
64 Hlin mannsmatur, að minsta kosti þegar hann er jafnmikið nýnæmi og hann var þessum mönnum. — Gestirnir komu, Og glöð og ánægð kom Póra út á móti þeim og bauð þeim í stofu. »Mjer þótti að vísu hálfleiðinlegt að hafa ekki betra að bjóða, en þá kom blessaður prófast- urinn til mín í búrið og spurði, hvað jeg gæti nú boðið þessum herrum, og sagði jeg honum það. Pá klappaði hann á herðarnar á mjer og sagði, að það væri ágætt, svo nú var jeg öruggari. Og þennan einfalda greiða bar jeg þeim, og var hann vel þeginn. Og eitthvað á þessa leið sögðu þeir einum rómi: »»Altaf ertu nógu skynsöm, Þóra mín, þú hefir vitað sem var, að kaffi drukkum við á Stað, og nóg nesti höfum við Eyjamenn, þú gast því ekki gefið okkur betri greiða.«« — Jeg slapp því vel í það sinn.« Póra æðraðist ekki, þó örðugt gengi. — Hún var ein af þeim mörgu, sem í þá daga var gift móti vilja sínum. Þó fór hjónaband þeirra Jochums og hennar ágætlega, en hún var trúlofuð ungum og efnilegum manni, áður en hún fór*úr Eyjunum, og lengi mun hún hafa tregað hann, en hann var fátækur, og mun ekki hafa þótt henni samboðinn, og til að stía þeim sundur var hún send upp að Skógum. En lengi þráði hún Eyjarnar, og éinu skemtiferðirnar sem hún fór voru kaupstaðarferðir til Flateyjar. En oft var smá úttektin, vanalega fáeinar álnir af Ijerefti í skyrtu á yngstu krakkana og einn eða tveir rjúpustokkar. Einu sinni vanhagaði hana mjög um rokk, sá sem hún hafði átt var alveg orðinn ónýtur, en rokk- urinn var verkfæri sem konur í þá daga máttu síst án vera, þegar allur fatnaður var heimaunninn. — Nú vildi líka svo vel til, að jafnskjótt og hún kom inn í búðina kom hún auga á rokka, sem nýkomnir voru í verslunina. Hún fer að skoða þá, og líst sjerstaklega vel á einn þeirra, lætur hann afsíðis og bíður komu manns síns. Og þegar hann svo skömmu seinna kom, stynur hún

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.