Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 10
8
Hlin
landið sem mest af innlendum kartöflum. Ennfremur að
stuðla að því, að fólk geti fengið keypt útsæði á vorin.c:
Framsögukona óskaði eftir, að konur á fjelagssvæðinu
gerðu það heit að gróðursetja trje við heimilin hvert sinn,
er þeim fæddist barn, og kendu svo börnunum að ann-
ast sitt trje, jafnskjótt og aldurinn leyfði, og Ijetu þær
hugsjónina ganga í arf til sona sinna og dætra. Myndi
þetta besta ráðið til þess, að með tímanum risi upp trjá-
lundur við hvert heimili.
Sambandsfundurinn sendi stofnanda og heiðursfjelaga
S. N. K., Halldóru Bjarnadóttur, kveðjuskeyti. *
IX. Heilbrigðismál: Lagði form. S. N. K. svohljóðandi
tillögu til umræðu:
»Hjúkrunarfjelagið »Hlíf« skorar á S. N. K. að semja
ávarp til væntanlegs læknafundar á Akureyri nú í sum-
ar, og sje nefnd falið að koma því inn á fundinn.
Ávarpið sje þess efnis: 1. Að fá álit læknafundarins
um þörf heilsuhælis á Norðurlandi. 2. Um heppilegan
stað fyrir hælið.«
Fundurinn kaus þær Kristbjörgu Jónatansdóttur, Önnu
Magnúsdóttur og Aðalbjörgu Benediktsdóttur til að semja
ávarpið. Ávarpið var síðan lesið upp og samþykt og
stjórn S. N. K. falið að koma því fram. — Margar
tillögur komu fram frá ýmsum fjelagsdeildum og einstök-
um konum til eflingar Heilsuhælissjóð Norðurlands. Að
lokum var samþykt svohljóðandi tillaga:
»Fundurinn lítur svo á, að í þeim ýmsu tillögum,
sem fram hafa komið í umræðum fundarins, hafi falist
margar ágætar hugmyndir til eflingar Heilsuhælissjóðn-
um, er Sambandinu sje skyit að halda vakandi, en
telur heppilegast, að hver deild sje sjálfráð um hvaða
leið hún velur sjóðnum til eflingar ár hvert.«
* Halldóra sendi fundinum heillaóskaskeyti frá Noregi, en af því
fundurinn var haldinn með fyrra móti, kom það um seinan,