Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 70

Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 70
68 Hlin Sitt af hverju. Vegna þess að vefnaður hefir lítið verið r.ot- aður hjer í Nauteyrarhreppi um alllangt árabil, því að hann hefir að mestu dáið út með eldra fólkinu, þá ákvað U. M. F. >Huld< að efna til vefnaðarnámsskeiðs, svo að hreppsbúum gæfist kostur á að kynnast þeim iðnaði. En fjelagið sá, að allmikið starf og fje mundi þurfa til að koma náms- skeiðinu á, þar sem þetta var byrjunarstarfsemi og flestir ókunnir þessum málum. Það var því í nokkuð mikið ráðist fyrir fátækt og fáment fjelag. Af þessari ástæðu kvaddi fjelagið konur hreppsins til fundar við sig, til að ræða þetta mál, og hjet á þær að Ijá því Iið sitt. Þær tóku málinu vel og hjetu fjelaginu stuðningi sínum. Og þær efndu það drengilega, bæði með því að starfa að undir- búningi námsskeiðsins og með stórmyndarlegum fjárframlögum. Á fjelagið þeim miklar og góðar þakkir að gjalda fyrir þátttöku þeirra í þessu máli. Fjelagið fjekk lánaða vefstóla af ýmsum bæjum, því að það sá sjer ekki fært, kostnaðarins vegna, að kaupa nýja, sem það áleit þó mjög ákjósanlegt, þó ekki hefði verið nema um einn nýjan að ræða. Þessir vefstólar höfðu legið ónotaðir og lítið um þá hirt mörg ár, og hafa sennilega fáir hugsað, að annað biði þeirra en alger eyðilegging. En nú voru þeir teknir og rykið þvegið af þeim og gert við þá eftir því s6m tök voru á, svo hægt yrði að nota þá á námsskeiðinu. Nokkuð var keypt af nýjum áhöldum, eins og t. d. vefjar6keiðar, sem nauðsynlegt var að hafa nýjar og fínar, því að þær, sem fengust lánaðar hjer og þar, voru margar hálfryðgaðar og nokkuð grófar. — Fjelagið sá um útvegun á erlendu vefjarefni, og sendi ull fyrir nemendur í klæðaverksmiðjuna >Gefjun<, til að láta spinna þar, því sjáanlegt var, að ekki ynnist tími til að spinna á heimilunum fyrir námsskeiðið, því að þau eru flest svo fámenn, að um spuna í stórum stíl cr varla að ræða. — Námsskeiðið byrjaði 15. febr. síðastl. og var haldið í samkomuhúsinu á Arngerðareyri, sem Ungmennafjelagið á til helminga á móti hreppnum. Kennari var Kristbjörg Kristjánsdóttir frá Vegeirsstöðum í Fnjóskadal, — Nemendur voru 5 stúlkur, sem voru fastir nemendur allan tímann, og auk þess voru þar 2 konur, eftir því sem heimilisástæður þeirra * Hjer birtist greinileg skýrsla um vefn.námsk. á Arngerðareyii veturinn 1923, sem drepið var á í »Hlín< í fyrra. Úr Norður- ísafjarðarsýslu.*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Hlín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.