Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 76
74
Hlln
og fagra liti, og hve haganlega, hreinlega og snyrtilega er frá öllu
gengið. Þetta alt þurfum við að leggja okkur á hjarta og athuga
vel. — Tóskaparullina þarf að þvo vel og flokka hana rækilega.
Taka þokkalega ofan af allri ull sem á að nota í sölutóvöru, menn
unna svo mýktinni, einkum útlendingar, og togið fer illa saman við
þel, slítur því að sögn.*
Það þarf að vanda samkembingu sjerlega vel. — Stundum kemur
fyrir, að fólk sendir á útsölur höttótta sokka og vetlinga, og dýrar
ábreiður með mislitum brigðum. — Það má ekki eiga sjer stað að
gera þvílíka hluti að verslunarvöru, það stórspillir fyrir. — Ef hnökr-
ar, mor eða væring er í prjónlesi eða fataefni, verður að tína það
úr. — Það ber oft við, að tvinnaspottar, hár eða annað rusl hefir
prjónast eða ofist í hjá fólki, sumir láta þetta sitja, slíkt má ekki
líðast. — Verksmiðjurnar halda dýrt fólk árið um kring, sem ekkert
annað gerir en tína hnökra og mor úr fataefnunum (það er notuð
til þess lítil töng), þær mundu ekki láta sjer detta í hug að bjóða
nokkrum manni efnin, án þess að aðgæta nákvæmlega hvern fer-
þumlung. — Okkur er ekki minna ætlandi, en geta gengið almenni-
lega frá því litla, sem við framleiðum af heimilisiðnaði til sölut —
Útlendingum líkar ágætlega vel sauðarliturinn, þykir hann fallegur,
en hann er ekki að öllu leyti varanlegur, sjerstaklega vill hann upp-
litast í sterku sólskini. — Færeyingar, sem hafa mórautt fje eins
og við, og nota ullina í fatnað og sokka (við stuttbuxur), sögðu
mjer, að þeir kembdu dálítið af dökkbrúnni, litaðri ull saman við,
reynist það vel, það var blæfallegt og sagður haldbetri liturinn.
Steinlit (indigo) ættum við að fara að leggja okkur eftir að nýju,
það er ljómandi litur, bæði einn sjer og í samkembu. Það er hægt
að fá þann lit hjá H.iðn.fjel. Norðurl., Akureyri, og væntanlega
verður hann líka fáanlegur í h.iðn.útsölu í Reykjavík. — Allir litir,
sem notaðir eru, þurfa nauðsynlega að vera vel ekta og sjerlega
vel þvegnir, svo ekki komi fyrir að þeir þámi hver af öðrum. Mörg-
um gefst vel að þvo aðkeypta Iiti úr saltvatni. — Jurtalitir eru í
miklu áliti hjá nágrannaþjóðum okkar, þeir sóma sjer ágætlega við
svartan lit og við steinlitinn eins og áklæðin okkar sýna, sömuleiðis
á hann vel við sauðarlitinn, hvort heldur er í dúkum (teinar) eða
smárandir í prjónlesi. Þvott á söluvarningi þarf að vanda sem
allra best, og ekki spara sápu og sóda til að fá það sem best hreint.
Ef ekki er vandað til um þvottinn, vill verða ólykt af vörunni, og
það má með engu móti eiga sjer stað.
* Ef markaður fæst fyrir íslenska togið, yrði það eingöngu gröfa
togið, stærstu lagðarnir. — Það þarf að vera sjerstaklega vel hreint.