Hlín - 01.01.1924, Blaðsíða 17
Hlin
15
Hvammstanga 1921, var um leið efnt til sýningar fyrir
Vestursýsluna, og tóku allar fjelagsdeildir Kvennabandsins
þátt í henni eftir mætti.
Fjelagsdeildirnar afla sjer tekna með samkomum eins
og gengur, en sumum hefir gefist vel að selja kaffi í
rjettunum á haustin. Konurnar koma á vettvang með
stórt tjald og annað úthald og veita kaffið óspart. Pykir
mörgum þetta vel til fundið, því oft er mönnum hroll-
kalt í rjettum, og hressing því kærkomin.
Eitt af, því fyrsta sem Kvennabandið þarf að fram-
kvæma, er að gangast fyrir kvenfjelagsstofnun á Hvamms-
tanga, það má gera sjer von um öflugt fjelag í svo
mannmörgu þorpi.
Umsögn
Jóninu S. Lindal
formanns Kvennabandsins.
Hjúkrunarfjelag Grýtubakkahrepps S. Þ.
Hjúkrunarfjelagið »Hlín« var stofnað í Grenivík 24.
okt. 1920. Stofnendur voru 30, en nú eru fjelagar 70.—
Verksvið fjel. er að hjúkra sjúkum og hjálpa bágstödd-
um. — Hjúkrunarkonu hefur fjel. kostað til náms, og
starfar hún nú í þarfir þess. Fjel. hefur eignast eitt upp-
búið sjúkrarúm og nokkur nauðsynlegustu hjúkrunargögn.
Fjel. veitir mörgum ókeypis hjúkrun, það hefir einnig
hjálpað fátækum með peninga, fatagjöfum o. s. frv.
Fundi hefir fjel. 3 á ári, og skemta konur sjer þá við
kaffidrykkju, söng, upplestur o. fl. — Til ágóða fyrir fjel.
er haldin ein skemtisamkoma á ári, og utanfjelagsmenn
rjetta því oft hjálparhönd. — Dýrtíð og aðrir örðugleikar
hafa þröngvað kosti fjel. síðari árin, og hafa því störf
þess orðið minni en ella, en vonandi eru betri dagar
fyrir hendi, og »þá koma dagar og þá koma ráð.«
M. B.