Hlín - 01.01.1924, Page 46

Hlín - 01.01.1924, Page 46
44 Hlin Konurnar og fjárhagsörðugleikarnir. Erindi flutt í Lestrarfjelagi kvenna í Reykjavík veturinn 1924. Pað er kunnugra en frá þurfi að segja, að fjárhagur íslenska ríkisins er mjög þröngur, þrátt fyrir það þó ár- ferði hafi verið fremur hagstætt bæði til lands og sjávar. Ríkið sjálft og einstakir menn eru stórskuldugir erlendis, og inn á við stendur efnahagur fjöldans yfirleitt mjög völtum fótum. Af skuldunum leiðir lággengi íslensku krónunnar, en það leiðir aftur af sjer aukna dýrtíð. Ofan á hana bætist svo atvinnuleysið, sem einnig að líkindum er bein af- leiðing af kreppunni. Petta hvorttveggja, atvinnuleysi og dýrtíð, kemur harðast niður á efnalausum daglauna- mönnum, sem hafa stóra fjölskyldu fram að færa. — At- vinnuskorturinn dregur einnig úr mætti þeirra, sem fyrir honum verða, til að gjalda skatta og skyldur til hins op- inbera, og leggur hömlur á sjálfsbjörg þeirra, en það þyngir aftur á hinum, sem einhverju hafa að miðla, og ber það að einum brunni, að því fleiri sem verða ósjálf- bjarga, því fátækari er þjóðarheildin. — Útlitið er óglæsi- legt, ef horfst er í augu við það. Hagfróðir menn deila um það, hver sje helsta orsökin til þess að fjárhagsástandið er eins og það er, og læt jeg þá um það. Því hvað sem máli þeirra skiftir, þá virðist sú ástæða augljós, að þjóðin eyði og hafi eytt yfir efni fram, eða meiru en hún hefir framleitt. Á stríðsárunum voru íslenskar afurðir í geypiverði, og þó að útlend vara væri dýr á móti, mátti þó heita, að stríðsárin væru veltiár, þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sem af stríðinu leiddu, enda má segja, að þá hafi menn velt sjer í peningum. En ekki er annað sennilegra, en að ein-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.