Dvöl - 01.07.1939, Side 70

Dvöl - 01.07.1939, Side 70
228 DVÖL drengur og stúlka, horfðu forvitn- islega á mig. Konan sagði mér, þegar við sátum við notalega te- borðið, að maðurinn sinn, fransk- ur verkfræðingur, hefði af lækni sínum verið sendur upp til fjall- anna í eitt ár. Hann var nú orðinn hraustur, en þeim var báðum farið að þykja svo vænt um Sviss, að þau dróu heimferðina á langinn. Nú var hann úti að ganga. Hann var orðinn reglulegur fjallabúi, sagði hún og hló glaðlega, en bætti svo við hálf kvíðafull: „Aðeins að hríðin tefji hann ekki. Hann ætl- aði að koma heim í dag, og mér fellur illa að vera ein með börnin, þegar svona stendur á.“ Við gengum að glugganum og litum út. Hríðin hamaðist úti eins og áður. Ef að ég aðeins gæti kom- ið orðum til Ottó Gregers og hinna. Þau voru sjálfsagt hrædd um mig, en húsmóðurin, frú Lenoir, sagði, að við gætum ekkert gert annað en bíða. í marga klukkutíma bylti ég mér aftur og fram í rúminu. Ég gat ekki sofið þegar aðrir voru órólegir mín vegna. Hugsa sér, ef verið væri að leita að mér, og einhver kynni ef til vill að týna lífinu. Þá kallaði frú Lenoir á mig. Rödd hennar var því nær óþekkjanleg. Ég flýtti mér til hennar — „Kveikið á lampanum,“ bað hún. „Hvað er að? Eruð þér veik?“ spurði ég. „Já, ég er hrædd um að það sé barnið. Hvað eigum við að gera?‘“ stundi hún. „Ég ætla að reyna að ná í hjálp,“ sagði ég. „Nei, farið ekki frá mér og börn- unum. Þér villist og frjósið í hel! Þér verðið að vera kyrrar og hjálpa mér.“ Hún stökk fram úr rúminu og gekk um gólf. „Ó, segið mér hvað ég á að gera,“ sagði ég. „Þér megið ekki kveljast svona, lofið mér að ná í hjálp.“ Hún þreif í handlegginn á mér. „Heyrið nú, kæra barn, við verðum að hjálpa okkur sjálfar; ég veit hvað gera þarf. — Þetta er þriðja barnið mitt.“ Þá varð merkileg breyting á mér. Ég skammaðist mín með sjálfri mér og þrýsti hönd hennar. „Þér getið treyst mér, kæra frú Lenoir.“ „Hamingjunni sé lof fyrir, að þér eruð hér,“ hvíslaði hún og kyssti mig. Á næstu klukkustundum varð ég fullorðin! Oft lá mér við yfirliði, en ég beit á jaxlinn. Það var hræði- legt að heyra hana hljóða. Börnin vöknuðu, og ég varð að hugga þau með því, að mamma þeirra væri veik, en yrði fljótt hraust aftur, ef þau hefðu hljótt um sig. í dögun heyrðist fyrsti barns- gráturinn, og með óendanlegri um- hyggju baðaði ég lítinn, vel vaxinn dreng. Varla hafði ég lokið því, þegar frú Lenoir kallaði. Það var áhrifa-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.