Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 70

Dvöl - 01.07.1939, Blaðsíða 70
228 DVÖL drengur og stúlka, horfðu forvitn- islega á mig. Konan sagði mér, þegar við sátum við notalega te- borðið, að maðurinn sinn, fransk- ur verkfræðingur, hefði af lækni sínum verið sendur upp til fjall- anna í eitt ár. Hann var nú orðinn hraustur, en þeim var báðum farið að þykja svo vænt um Sviss, að þau dróu heimferðina á langinn. Nú var hann úti að ganga. Hann var orðinn reglulegur fjallabúi, sagði hún og hló glaðlega, en bætti svo við hálf kvíðafull: „Aðeins að hríðin tefji hann ekki. Hann ætl- aði að koma heim í dag, og mér fellur illa að vera ein með börnin, þegar svona stendur á.“ Við gengum að glugganum og litum út. Hríðin hamaðist úti eins og áður. Ef að ég aðeins gæti kom- ið orðum til Ottó Gregers og hinna. Þau voru sjálfsagt hrædd um mig, en húsmóðurin, frú Lenoir, sagði, að við gætum ekkert gert annað en bíða. í marga klukkutíma bylti ég mér aftur og fram í rúminu. Ég gat ekki sofið þegar aðrir voru órólegir mín vegna. Hugsa sér, ef verið væri að leita að mér, og einhver kynni ef til vill að týna lífinu. Þá kallaði frú Lenoir á mig. Rödd hennar var því nær óþekkjanleg. Ég flýtti mér til hennar — „Kveikið á lampanum,“ bað hún. „Hvað er að? Eruð þér veik?“ spurði ég. „Já, ég er hrædd um að það sé barnið. Hvað eigum við að gera?‘“ stundi hún. „Ég ætla að reyna að ná í hjálp,“ sagði ég. „Nei, farið ekki frá mér og börn- unum. Þér villist og frjósið í hel! Þér verðið að vera kyrrar og hjálpa mér.“ Hún stökk fram úr rúminu og gekk um gólf. „Ó, segið mér hvað ég á að gera,“ sagði ég. „Þér megið ekki kveljast svona, lofið mér að ná í hjálp.“ Hún þreif í handlegginn á mér. „Heyrið nú, kæra barn, við verðum að hjálpa okkur sjálfar; ég veit hvað gera þarf. — Þetta er þriðja barnið mitt.“ Þá varð merkileg breyting á mér. Ég skammaðist mín með sjálfri mér og þrýsti hönd hennar. „Þér getið treyst mér, kæra frú Lenoir.“ „Hamingjunni sé lof fyrir, að þér eruð hér,“ hvíslaði hún og kyssti mig. Á næstu klukkustundum varð ég fullorðin! Oft lá mér við yfirliði, en ég beit á jaxlinn. Það var hræði- legt að heyra hana hljóða. Börnin vöknuðu, og ég varð að hugga þau með því, að mamma þeirra væri veik, en yrði fljótt hraust aftur, ef þau hefðu hljótt um sig. í dögun heyrðist fyrsti barns- gráturinn, og með óendanlegri um- hyggju baðaði ég lítinn, vel vaxinn dreng. Varla hafði ég lokið því, þegar frú Lenoir kallaði. Það var áhrifa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.