Dvöl - 01.07.1940, Page 4

Dvöl - 01.07.1940, Page 4
162 D VÖL eldurinn slokknaði, háttaði hún og lá síðan í rúminu svefnvana, en Sjáandi og heyrandi og skjálfandi af kulda. Jæja, svo að þangað fór hann þá! Átti hún að sætta sig við þetta lengur? Þannig hugsaði hún ráð sitt, róleg, án ofsa og æs- ingar. Jafnvel hugsanir hennar voru sem klappaðar í stein. Það var orðið bjart í herberginu. Hún reis úr rekkju, gekk að litla sprungna speglinum og virti andlit sitt lengi fyrir sér. Þótt henni hefði einhvern tíma verið kunnugt um eigin fegurð, þá hafði sú vitneskja glatazt í sambúðinni við hinn unga bónda hennar, illa meðferð, sífellt klæðleysi og meiri og minni skort. Konan, sem maðurinn hennar hélt utan um, var holdug og bar fjaðrir í hattinum. Og hún leitaði í spegl- inum að einhverju, sem gæti vegið móti þessum rjóðu kinnum og þess- um hattfjöðrum. En henni sýndist hún ekkert vera nema augun, og í kinnunum vottaði ekki fyrir roða; henni fannst sjálfri hún vera döpur og óskemmtileg ásýndum. Þessi spegill veitti henni litla huggun, svo að hún sneri frá honum, kveikti upp eldinn, tók barnið í fang sér og gaf því brjóst. Þegar ylinn frá eldinum lagði um bera fætur hennar, og hún fann varir ung- barnsins hreyfast við brjóstið, fór um hana hlýjustraumur, í fyrsta sinni síðan strætisvagninn ók fram hjá henni. Óafvitandi greip hún dauðahaldi í hverja hugrenningu, sem dregið gæti úr afbrýði hennar, og nú skaut upp í huganum minn- ingu, sem blandin var unaði. Kvöld- ið áður hafði „fínn herra“ keypt af henni einn einasta fjóluvönd fyrir tvær krónur. Hvers vegna hafði hann brosað og rétt henni þessar tvær krónur? — Hlýjan streymdi æ hraðar um hana við hvert átak barnsvaranna, og jafn- framt reis hrifningaralda í sál hennar. Ekki hefði hann horft svona lengi á hana, ekki brosað, ef honum hefði ekki fundizt hún falleg! En allt í einu hættu varir barnsins að hreyfast, og hrifning- in dó út. Hún sveipaði sjalinu sínu um litla kútinn og lagði hann 1 rúmið. Síðan hitaði hún vatnslögg og tók að þvo sér óvenju vandlega. Hana langaði óstjórnlega að líta betur út en þessi kona með fjaðr- irnar í hattinum. Enginn „fínn herra“ hefði brosað við henni, þótt hún hefði aldrei þurft að veðsetja fötin sín. í huga hennar, stirðn- uðum af heilabrotum, glóandi af afbrýðisemi, komst ekkert að nema föt. Á tveimur nöglum í veggnum hékk allur klæðaforði hennar — tötralegt pils, slitinn peysugarmur og svartur stráhattur. Hún íklædd- ist einu nærfötunum, sem hún átti, og gekk út að veggnum, þar sem fatadruslurnar héngu. Hún virti þær fyrir sér og skynjaði óljóst kaldhæðni atburðanna. Fyrir þrem vikum hafði hún „losað sig við“ bezta klæðnaðinn sinn fyrir fjórar krónur og tuttugu, svo að maður- inn hennar gæti keypt sér blóma-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.