Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 4

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 4
162 D VÖL eldurinn slokknaði, háttaði hún og lá síðan í rúminu svefnvana, en Sjáandi og heyrandi og skjálfandi af kulda. Jæja, svo að þangað fór hann þá! Átti hún að sætta sig við þetta lengur? Þannig hugsaði hún ráð sitt, róleg, án ofsa og æs- ingar. Jafnvel hugsanir hennar voru sem klappaðar í stein. Það var orðið bjart í herberginu. Hún reis úr rekkju, gekk að litla sprungna speglinum og virti andlit sitt lengi fyrir sér. Þótt henni hefði einhvern tíma verið kunnugt um eigin fegurð, þá hafði sú vitneskja glatazt í sambúðinni við hinn unga bónda hennar, illa meðferð, sífellt klæðleysi og meiri og minni skort. Konan, sem maðurinn hennar hélt utan um, var holdug og bar fjaðrir í hattinum. Og hún leitaði í spegl- inum að einhverju, sem gæti vegið móti þessum rjóðu kinnum og þess- um hattfjöðrum. En henni sýndist hún ekkert vera nema augun, og í kinnunum vottaði ekki fyrir roða; henni fannst sjálfri hún vera döpur og óskemmtileg ásýndum. Þessi spegill veitti henni litla huggun, svo að hún sneri frá honum, kveikti upp eldinn, tók barnið í fang sér og gaf því brjóst. Þegar ylinn frá eldinum lagði um bera fætur hennar, og hún fann varir ung- barnsins hreyfast við brjóstið, fór um hana hlýjustraumur, í fyrsta sinni síðan strætisvagninn ók fram hjá henni. Óafvitandi greip hún dauðahaldi í hverja hugrenningu, sem dregið gæti úr afbrýði hennar, og nú skaut upp í huganum minn- ingu, sem blandin var unaði. Kvöld- ið áður hafði „fínn herra“ keypt af henni einn einasta fjóluvönd fyrir tvær krónur. Hvers vegna hafði hann brosað og rétt henni þessar tvær krónur? — Hlýjan streymdi æ hraðar um hana við hvert átak barnsvaranna, og jafn- framt reis hrifningaralda í sál hennar. Ekki hefði hann horft svona lengi á hana, ekki brosað, ef honum hefði ekki fundizt hún falleg! En allt í einu hættu varir barnsins að hreyfast, og hrifning- in dó út. Hún sveipaði sjalinu sínu um litla kútinn og lagði hann 1 rúmið. Síðan hitaði hún vatnslögg og tók að þvo sér óvenju vandlega. Hana langaði óstjórnlega að líta betur út en þessi kona með fjaðr- irnar í hattinum. Enginn „fínn herra“ hefði brosað við henni, þótt hún hefði aldrei þurft að veðsetja fötin sín. í huga hennar, stirðn- uðum af heilabrotum, glóandi af afbrýðisemi, komst ekkert að nema föt. Á tveimur nöglum í veggnum hékk allur klæðaforði hennar — tötralegt pils, slitinn peysugarmur og svartur stráhattur. Hún íklædd- ist einu nærfötunum, sem hún átti, og gekk út að veggnum, þar sem fatadruslurnar héngu. Hún virti þær fyrir sér og skynjaði óljóst kaldhæðni atburðanna. Fyrir þrem vikum hafði hún „losað sig við“ bezta klæðnaðinn sinn fyrir fjórar krónur og tuttugu, svo að maður- inn hennar gæti keypt sér blóma-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.