Dvöl - 01.07.1940, Síða 5

Dvöl - 01.07.1940, Síða 5
DVÖL 163 birgðir í staðinn fyrir þær, sem skemmdust í rigningunni. Hún hafði veðsett það, sem gerði hana ásjálega, til þess að hann gæti elt hina konuna! Hún tók alla veðláns- miðana þaðan, sem hún fól þessi auðæfi sín, valdi einn þeirra úr og stakk honum milli tannanna; síðan seildist hún eftir brotnum bolla, sem hún átti undir tusku- ræksni og notaði sem fjárhirzlu, og tók úr honum tveggja-króna- pening „fína mannsins“ og sextíu og fimm aura að auki. Meira átti hún ekki og húsaleigan fyrir vik- una var ógreidd. Hún litaðist um í herberginu; rúmábreiðurnar voru veðsettar; sjalið eitt var eftir. Þetta var þykkt sjal, hún myndi fá hálfa aðra krónu fyrir það. En tuttugu og fimm aurar fara í vaxtagreiðslu, og því vantaði enn þrjátiu aura til þess að leysa út klæðnaðinn. Hún gekk að blómakörfunni og lyfti óhreina striganum af henni. Blóm- in höfðu visnað. í ofsanum og óða- gotinu um nóttina hafði hún gleymt að vökva þau. Hún settist á rúmið og sat hreyfingarlaus í fullan stundarfjórðung, áþekkari stein- líkneski en nokkru sinni fyrr, stutt- leit, hvítbleik í framan, með dökk augu, beinar brúnir og lokaðar, rauðar varir. Allt í einu stóð hún á fætur, fór úr nærfötunum og að- gætti þau. Þau voru ekki gatslitin. Hún vafði sjalinu þétt utan um þau, klæddi sig í pils og peysu, festi hattinn í dökkt hárið með títu- prjónum, greip veðlánsmiðann og peningana og skundaði niður ó- hreina stigana, áleiðis út í kuld- ann. Hún lagði leið sína til búðarhol- unnar, sem var miðstöð viðskipta- lífsins í hennar hugarheimi. Þar var engin sála fyrir, því að dyrnar höfðu verið opnaðar fyrir aðeins andartaki; og hún beið, sljó á svip, mitt á meðal þessara óteljandi muna, sem þangað höfðu verið færðir undan blóðugum nöglum eigendanna. Húsráðandinn kom undir eins auga á hana gegnum glerið í innri hurðinni. Hann var mikill maður vexti, dökkur yfirlit- um, og eldsnöru augun hans, sem fólu í sér einhvers konar flaðrandi hörku, beindust tafarlaust að sjal- inu. „Ég hefi víst haft þetta áður. Hálf önnur króna, ef ég man rétt?“ Inni í sjalinu fann hann nærfötin og leit rannsakandi á þau. Þau voru mjög skrautlaus, en þykk og hlý og undarlega nýleg. „Fjörutíu og fimm aura fyrir þetta, fimm aurar frá fyrir þvottinn.“ En svo var eins og eitthvað í eðli þessara viðskipta kæmi ónotalega við hann og hann bætti við; „Við skulum sleppa þvottinum.“ Hún rétti hon- um þegjandi litla, hrjúfa höndina, sem hélt á peningunum og veð- lánsmiðanum. Hann taldi pening- ana, leit á miðann og sagði: „Ójá, það verða fimmtán aurar, sem þér fáið til baka.“ Hún hélt heimleiðis með fimm- tán aurana og klæðnaðinn sinn og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.