Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 13
D VÖL
171
allra hinna gauzku kvenna.
Hetjur lyftu hornum sínum.
Hyllt var ég af skáldum flestum,
— en aðeins náði ástum mínum
einn af jarlsins hallar-gestum.
Og síðar í sama kvæði:
Eldar kvikna, — eldar braka. —
Aldrei gleymast fyrstu kvöldin. —
En sú náð, að njóta og vaka
nakin bak við rekkjutjöldin.
Hvert hans orð var ilmi blandið. —
Allt var gott, sem Hörður gerði.
— Svo yfirgaf ég Gautalandið,
gekk til skips — og fylgdi Herði.
Mærin unga, sem gengur léttstíg
um hina fögru, skógiklæddu eyju,
hún, sem hefir hlustað á öll hin
fögru ástarorð hinna gauzku sveina,
án þess að hrífast, hún, sem á sér
glæsilega framtíð í frjósömu, vel
yrktu landi; jarlsdóttirin fagra, sem
hamingjan brosir við, hún velur
lífsbraut sína í einu vetfangi — og
fylgir Herði. Það er ástin, kærleik-
urinn, sterkasta aflið á jörðunni,
sem ræður. Hinn frumstæði kær-
leikur, ástin milli manns og konu,
og ekkert annað, hefði getað fengið
hana til að stíga svo stórt spor. Líkt
þessu hafa konur á öllum öldum
breytt, og líkt þessu breyta þær
enn þann dag í dag, ef þær eru
sjálfráðar gerða sinna og hafa ekki
hjarta sitt að leikfangi. — Ástin
ræður ætíð úrslitunum hjá kon-
unni, ef hún er eðli sínu samkvæm.
Hún á yfirleitt ekki hina hagsýnu
íhygli karlmannsins, sem metur og
vegur og þvingar tilfinningar sínar
undir ok skynseminnar. Kærleikur-
inn er sterkasti þáttur í skaphöfn
konunnar, og ef hann er slitinn, þá
er lífið henni lítilsvirði.
Innarlega í Hvalfirði er lítill
hólmi. Það er þessi hólmi, sem
verður dvalarstaður hinnar gauzku
meyjar norður á íslandi. Hvalfjörð-
ur er fagur á kyrru vorkvöldi. Úr
hlíðinni fyrir utan Þyril blasir
hann við, þessi litli hólmi. Hann
sýnist mjög skammt frá landi, en
vegalengdin mun þó vera um 2000
metrar. Allstórt nes gengur út í
fjörðinn undan Þyrli og er þaðan
skemmra í hólmann. Nú heitir hann
Geirshólmi, en í minningum vorum,
er hann kenndur við Helgu og Hörð.
Ég ætla ekki að rekja alla þá sögu
ógæfu og ættarvíga, sem urðu þess
valdandi, að Hörður varð að hrekj-
ast út í þenna litla hólma, með
sína göfugu, gauzku brúði. Saga
Harðar er ein mesta harmsaga forn-
aldarinnar og mun vera sönn í aðal-
dráttum. Helga, þessi stórláta, göf-
uga kona, er eftir fárra ára dvöl á
íslandi, hrakin í útlegð með Herði,
manni sínum. Hún fylgir honum í
útlegðina, trygglynd og tápmikil,
eins og hún fylgdi honum í hrifn-
ingu ástarinnar yfir hið breiða haf
til íslandsstranda. Ekki er annarra
kvenna getið í hólmanum, en 80
manns var þar, þegar flest var. Það
var samsafn af mönnum, sem höfðu
orðið brotlegir við hina ungu, ís-
lenzku löggjöf. Margt hraustra og
göfugra drengja, en einnig margt
spilltra spellvirkja.
Fátt er sagt af æfi Helgu í hólm-
anum, en geta má nærri, hvemig