Dvöl - 01.07.1940, Side 18

Dvöl - 01.07.1940, Side 18
176 DVÖL Séra Jón saup á glasinu, ræskti sig, óg mælti með nokkrum þunga í röddinni: „Þú litur svona á okkar starf. Viðhorf okkar tii þess er annað. Köllun okkar er að vinna þessi verk, og í þeim finnum við starfsþrá okkar svölun. í prestsstörfunum leggjum við okkar skerf til að bæta og fegra þjóðlífið. Mér er sönn ánægja að því, að vinna verkin, sem þú taldir upp með lítilli virðingu." „Nei, nei, hættu nú, Jónki vinur. Svo þér er sönn ánægja að því að pússa fólk saman í óhamingjusöm hjónabönd, þjónusta kar- arkerlingar og flytja væmnar og hræsnis- fullar líkræður. Trúi þessu hver, sem trúa vill. Ég geri það ekki. Það hefir kannske verið mjög ánægjulegt verk að þjónusta tengdamömmu gömlu í kvöld. Heyrðu! Hvað sagði annars sú gamla? Minntist hún ekkert á nálaraugað núna?“ Séra Jóni varð hverft við, er Hjalti beindi talinu svo óvænt í þessa átt. Hon- um fannst hann hverfa sem snöggvast út úr vistlegu stofunni á Hjalla, inn í sjúkra- herbergið í Hvammi. „Á nálaraugað? Jú. — Hún var að tala um ritningargreinina, þar sem sagt er að ríkum manni verði torveldara að komast í himnariki en úlfalda í gegnum nálarauga. Hún sagðist vera rík og kveið því, að það kynni að verða sér þrándur í götu í öðru lífl.“ „Stendur heima," sagði Hjalti og tæmdi glasið. „Hún veit ekki, að auðæfin eru orðin minni nú en hún ímyndar sér, og þá nálaraugað um leið rýmra, eða er ekki svo, prestur góður?" Hjalti laut fram yfir borðið til séra Jóns og hálf hvíslaði: „Ég hefi nefnilega geymt sparisjóðsbækurnar hennar þrjú síðustu árin.“ Séra Jón lyfti glasinu og bar það að vörum sér, án þess að’ drekka Undrunin yfir síðustu setningu Hjalta skein af svip hans, þó að hann reyndi að leyna henni. „Hvað sagðir þú gömlu konunni svo um ríka fólkið og nálaraugað?" Hjalti bar spurninguna fram af allmik- illí ákefð, líkt og honum fyndist hann hafa sagt of mikið og vildi leiða talið fram hjá tjáningu sinni. „Ég sagöi henni auövitað, að guð veitti jafnt viðtöku sínum jarðnesku bömum, hvort sem þau hefðu verið rík eða snauð af þessa heims gæðum. Allir væru jafnir í dauðanum, hvort sem þeir hefðu verið ríkir eða fátækir hér á jörðu. Kærleiks- faðmur guðs stæði ávallt öllum góðum mönnum opinn.“ „Já, auðvitað. Trúin á gamla brenni- steinshelvítið og eilifa útskúfun er ekki í tízku lengur hjá ykkur prestunum. Lát- um það vera. Og þó var gamla kenningin um refsingar eftir dauðann á margan hátt hressilegri en eilíf fyrirgefningarmollan í kenningum ykkar nútímaprestanna. — Hvernig tók sú gamla fortölum þínum?“ „Henni varð áreiðanlega rórra við þær, og hún féll í létt mók á eftir." Talið barst nú að öðru, gömlum minn- ingum frá skólaárunum og dagskrármálum líðandi tíma. Þegar flaskan var tæmd, fylgdi Hjaltl presti til náða. Séra Jón var orðinn sætkenndur, þegar hann gekk til hvílu og hafði að mestu gleymt virðuleik stöðu sinnar í síðustu viðræðunum. Honum leið óvenju vel, líkt og mjúkir fjötrar hempunnar hefðu rakn- að af honum þessa kvöldstund yfir glös- unum. Nú hvildi hann í mjúku rúmi og lét hugann reika. Hann minntist æsku- áranna, þegar hann var hálfsoltinn strákur í rifnum og skítugum fatagörmum. Hann minntist æskudrauma sinna um að hefjast upp úr niðurlægingu fátæka kotdrengsins, sigranna á námsbrautinni, sem raunar voru aldrei nema smásigrar, en þó þokuðu honum áleiðis að settu marki. Hann sá sjálfan sig í anda þegar hann stóð fyrir altari dómkirkjunnar og hlaut vigslu til Pjarðarþinga. Hann brosti með velþóknun, er hann gerði í huganum samanburð á soltna tötradrengnum og glæsibúna prest- inum í Pirði. Svo rifjaði hann upp viðræð- urnar við Hjalta um kvöldið. Óvirðing sú, er Hjalti hafði sýnt stétt hans, vakti engan sársauka 1 huga hans nú, en tal Hjalta

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.