Dvöl - 01.07.1940, Page 21

Dvöl - 01.07.1940, Page 21
D VÖL 179 Séra Jón langaði til að stökkva á fætur og reka þenna óboðna gest á brott með illu eða góðu, en sú martröð hvíldi á hon- um, að hann mátti sig hvergi hreyfa úr rúminu. Honum var nú jafnvel varnað máls. Aðkomumaðurinn sat þarna á stokknum og gældi við blaðið með höndunum. Svo hóf hann máls á ný. „Það er meira að segja gerður munur á moldinni, sem við hvílum undir í kirkju- garðinum. Á mínu leiði hefir arfinn og heimanjólinn óáreittur fengið að nema land, en á leiði alþingismannsins hafa fagrar blómjurtir verið ræktaðar." Presturinn bærði ekki á sér. Gesturinn laut niður að honum og spurði: „Heyrir þú ekki til mín, séra Jón?“ Klerkurinn játti veikum róm. „Já, auðvitað heyrir þú og hlustar, séra Jón, þú hefir alltaf verið svo eftirtektar- samur og athugull piltur. Ég veit, að þú verður mér þakklátur fyrir að vekja at- hygli þína á einni smámissögn, sem ykkur klerkunum er tamt að halda að okkur smælingjunum, því, að öllu striti og stríði sé lokið, þegar jarðvistarbaslið er búið. Ef þú hefir einhvern tíma trúað þessu, skalt þú hér eftir breyta um skoðun. Ég get sannað þér hið gagnstæða með reynslu minni og útliti.“ Séra Jón leit hvarflandi augum á gest- inn og varð að viðurkenna, að útlit hans bar vott um langvarandi þjökun og van- líðan. „Nú er komið að því, sem var aðalerindi mitt til þín í nótt, að fá þig til að lofa því, að breyta háttum þínum í þessum efnum. Viltu lofa mér því við þinn prestsheiður, að breyta jafnt við alla, þegar dauðann ber að, gera ekki mun á neinum? Ef þú lofar því, höfum við ekki til ónýtis verið hér samnátta. En mundu það, að ef þú lofar þessu og svíkur eða gleymir síðar, kynnum við að eiga eftir að gista saman síðar. Lofar þú þessu, séra Jón?“ „Já.“ Svarið leið eins og hálfkæfð stuna frá brjósti séra Jóns. Ög sahnarlega var það einlægur ásetningur hans á þessari stundu að muna vel og efna þetta loforð. „Þá erum við sáttir," mælti gesturinn, „og til sanninda merkis um, að þú hafir átt tal við framliðinn mann hér í nótt, ætla ég að skilja handbókarblaðið eftir á borðinu fram við dyrnar. Þá getur þú pré- dikað af eigin reynslu um framhaldslífið. Stundum kynnir þú að hafa efazt um það, þrátt fyrir nokkuð sterkar fullyrðingar um þau mál í kirkjunni." Nú varð all-löng þögn. Komumaður sat hnípinn á rúmstokknum, en presturinn kúrði sig upp að veggnum óstyrkur af ótta. Hann endurtók í huganum hið ný- gefna loforð og þráði þá stund heitast, er hann slyppi við návist hins óboðna gests. „Nú færi vel á því að skemmta fyrrver- andi sálusorgara sínum stundarkorn," sagöi komumaður loks og reis upp af rúm- inu. „Alvarlegu liðum dagskrárinnar er lokið. Lítils háttar danssýning væri hress- andi tilbreyting." Hann gekk fram að hurðinni, sneri baki að dyrunum og mælti: „Þá byrjum við.“ Hægur þytur fór um herbergið, og ofan úr loftinu kom hempa séra Jóns og blár nankinssamfestingur liðandi og hófu fá- ránlegan dans um stofugólfið. Presturinn horfði á þetta um stund og náði tæpast andanum fyrir undrunar sakir. Þá bættist þriðja flíkin í leikinn, svörtu sparibuxurn- ar prestsins, nýstroknar og burstaðar. Og nú breyttist stofugólfið í leirkeldu. Bux- urnar ösluðu kelduna, svo að leirsletturnar gusuðust upp um þær allar. Þegar hér var komið leiknum, og séra Jón sá sparibux- urnar sínar leiri stokknar upp að haldi stíga æ trylltari dans við snjáðan og moldugan nankinssamfesting, var bikarinn fylltur. Viðjar martraðarinnar brustu og hann þaut upp úr rúminu. Þegar hann átt- aði sig, stóð hann á nærklæðunum á miðju stofugólfinu, umvafinn fyrstu geislum rís- andi sólar. Þrátt fyrir miskunnarlausa timburmenn

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.