Dvöl - 01.07.1940, Page 23
DVÖL
181
Jaiiko litli
Eltir Xlenryk Sienkiewie*
Egill Bjarnason þýddi
Veikur og vesældarlegur kom
hann í heiminn. Nágrannarnir,
sem safnazt höfðu umhverfis rúm-
iö, hristu höfuðið yfir móðurinni
og barninu. Kona járnsmiðsins,
sem var reyndust þeirra allra, tók
að hugga sængurkonuna á sinn
hátt.
„Þú verður að liggja alveg graf-
kyrr. Ég skal kveikja á bless-
uðu kertinu. Þessu er nú senn öllu
lokið, vesalingurinn. Þú ættir að
fara að búa þig undir annað líf.
Það væri nær, að einhver hlypi
til prestsins, til þess að biðja hann
um sakramentið.“
„Og svo verður að skira bless-
aðan ungann undir eins,“ sagði
einhver.
„Þið getið verið viss um, að
hann lifir ekki þangað til prest-
urinn kemur, svo skemmtilegt sem
það þó væri að hafa heiðna sál á
sveimi hér á meðal okkar.“
Kona járnsmiðsins kveikti á
kertinu, tók barnið, hellti yfir það
vígðu vatni, þar til það deplaði
augnalokunum. Þá mælti hún fram
þessi orð:
„í nafni föðurins, sonarins og
hins heilaga anda skíri ég þig Jan.“
— Og svo bætti hún við þessum
orðum, sem hún mundi óljóst úr
gamalli jarðarfararbæn: „Far þú
í friði, kristna sál, til þess staðar,
sem þú komst frá. Amen.“
En hin kristna sál hafði ekki
minnstu löngun til þess að kveðja
þenna heim. Þvert á móti æpti
og spriklaði barnið af öllum kröft-
um. En konunum fundust þessi
mjóu, veiku hljóð eins og mjálm í
ketti.
Það hafði verið sent eftir prest-
inum. Hann kom, þjónustaði kon-
una og fór síðan. En í stað þess að
deyja, fór móðurinni dagbatnandi,
og hún var farin að vinna eftir
viku.
Líf drengsins hékk lengi á þræði.
Hann sást varla anda. En er hann
varð fjögurra ára gamall, galaði
haninn í þrjár stundir samfleytt
uppi á þakinu. Góður fyrirboði, seg-
ir pólsk þjóðtrú — og svo fór hon-
um smámsaman fram, og einhvern
veginn varð hann tíu ára.
En alltaf var hann magur og
lingerður, renglulega vaxinn og
kinnfiskasoginn. Hárið var skol-
grátt og hékk niður yfir stór, út-
stæð augun, sem störðu út í
bláinn eins og þau sæu einhverja
leynda hluti.
Á veturna hnipraði hann sig
saman bak við ofninn og grét
hljóðlega af kulda og þó eigi
sjaldnar af hungri, ef mamma