Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 26

Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 26
184 DVÖL dauft. Þeir suðuðu eins og mý- flugur. En það gilti einu. Hann lék á fiðluna sína frá morgni til kvölds, þótt hann fengi mörg högg og snoppunga fyrir og væri blár og bólginnn. Hann gat ekki að þessu gert. Þetta var á- stríða. Drengurinn varð magrari og magrari. Hárlubbinn þykknaði, augun urðu enn meira starandi, og þau voru alltaf vot. Hann varð kinnfiskasoginn og brjóstið inn- fallið. Hann hafði aldrei líkzt öðrum börnum, og nú var hann líkastur vesalings litlu fiðlunni sinni, sem varla heyrðist í. Oft og tíðum svalt hann hálfu hungri áður en uppskerutíminn byrjaði. Hann lifði á hráum rófum og löng- uninni — hinni áköfu löngun til að eignast fiðlu. En sú von gat aldrei orðið að veruleika. Þjónninn á höfðingj asetrinu átti fiðlu, og hann lék stundum á hana á kvöldin, til þess að skemmta ástmey sinni eða félög- um. Janko skreið oft inn á milli vafningsviðarrunnanna, alveg að innganginum, til þess að heyra í fiðlunni, eða að minnsta kosti sjá hana í svip. Venjulega hékk hún á móti dyrunum. Hrifning drengsins skein úr augum hans, þegar hann starði á fiðluna, þenna ómetanlega dýrgrip. Vissulega var hún hið mesta hnoss jarðar- innar. Slíkan grip mundi hann víst aldrei eignast. Hann bar i brjósti þögla þrá, þrá um að fá að snerta hana rétt sem snöggv- ast eða skoða hana að minnsta kosti ofurlítið nánar. Við þá hugs- un barðist litla hjartað í brjósti hans af fögnuði. Kvöld eitt var enginn heima í þjónabústaðnum. Fjölskyldan hafði verið að heiman um langan tíma og þjónninn og ástmey hans voru einhvers staðar úti. Janko hafði í margar mínútur horft á takmark óska sinna gegnum hálf- opnar dyrnar, þaðan sem hann lá falinn í vafningsviðnum. Tunglið var fullt og hátt á lofti. Birta þess féll inn í herbergið og á vegginn beint á móti honum. Hægt og hægt færðist tunglsskinið eftir veggnum, þangað sem fiðlan hékk, og loks var hún í miðju geislaflóðinu. Drengurinn sá hana þarna bað- aða í silfurbjörtu geislahafi. Hún var svo skínandi og fögur, að hann næstum fékk ofbirtu í augun. Strengirnir, hálsinn og hliðarnar sáust greinilega. Strengstillingarn- ar glitruðu eins og lýsigull og bog- inn skein eins og silfurspöng. En hvað það var fagurt! Hvað það var töfrandi fagurt! Janko horfði áfjáðum augum á fiðluna. Hann sat á hækjum sín- um inni í vafningsviðarrunnunum með olnbogana á hnjánum og starði hreyfingarlaus með opinn munninn. Óttinn hélt honum í skefjum, en löngunin rak hann áfram. Voru þetta ekki töfrar? Það var eins og uppljómuð fiðlan kæmi nær honum og svifi rétt yf-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.