Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 31

Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 31
DVÖL 189 Þrætugjarnir eru íslendingar og una því illa, aö hlutur þeirra sé fyrir borð borinn. Að því leyti eru þeir ósviknir arftakar víkinganna. Aftur á móti virðast þeir eftirbátar forfeðra sinna um stórbrotna göf- ugmennsku, vinfestu og drengskap. Má efalaust rekja hnignun þeirra eiginleika til allskonar hörmunga, sem yfir þjóðina hafa dunið — ó- frelsis, drepsótta, hallæra og verzl- unaránauðar. Enda virðist tor- tryggni rík í eðli íslendinga og jafn- vel undirferli. Verður þess einkum vart í viðskiptum við kaupmann- inn og veraldlega embættismenn íslenzka og danska, einkum þó danska. Yfirleitt á Danskurinn ekki upp á pallborðið hjá þeim. Enda þótt kristindómurinn hafi breytt í mörgu hugsunarhætti þjóð- arinnar, má þó enn finna ýms merki hins forna átrúnaðar. Það tíðkast að vísu ekki lengur, að börn séu borin út, en hitt er alsiða, að mæður hafi ekki börn sín sjálfar á brjósti, heldur komi þeim í fóstur til grannkonu þeirrar, sem tekið hefir á móti barninu. Þar er það oftast falið umsjá gamallar konu, og má geta nærri, hvernig slíkt fóstur er. Niðurstaðan verður því lík og á dögum heiðninnar. Þá voru börnin borin út, en nú murkast úr þeim líftóran á annan og seinlegri hátt. Þetta er þeim mun furðulegra, þegar þess er gætt, að íslendinga tekur mjög sárt til barna sinna og auðsýna þeim annars ástríki í hví- vetna. Og þau fáu börn, sem lifa af fyrsta árið, hljóta venjulega gott uppeldi. íslendingar eru enn sem fyrr frá- bærlega gestrisnir. Þó að nú sé að vísu hætt að leysa gestinn út með gjöfum, á ferðamaðurinn jafnan vísar hinar beztu móttökur og fyrir- greiðslu. Og þegar gesturinn fer, þykir það sjálfsögð skylda, að hús- bóndinn söðli hest sinn og fylgi honum úr garði. Þó að bókmenntum hafi hnignað frá því sem áður var, er lestrar- hneigð alþýðunnar meiri en hjá nokkurri annarri þjóð. Á veturna eru íslendingasögurnar lesnar upp- hátt. Á því þreytast menn aldrei. Margir hafa meira að segja ofan af fyrir sér með því að ferðast um og lesa upphátt fyrir fólkið eða kveða rímur. Flestir eru læsir og skrifandi, en reikningskunnáttan oftast bágborin. Eftirtektin er yfir- leitt rík og greindin skörp. Oft hefir það vakið furðu mína, hversu rök- rétt óbreyttir alþýðumenn hugsa og álykta. Aðeins á einu sviði virtist mér hinni meðfæddu, heilbrigðu skynsemi fólksins fatast. Það var þegar talið barst að ýmiskonar náttúrufræðilegum fyrirbærum. — Og furðulegt má það heita, að land, sem er frábærlega vel fallið til nátt- úrufræðilegra iðkana, hefir aldrei átt á að skipa neinum dugandi náttúrufræðingi. Jónas Hallgríms- son, sem dó í blóma lífsins, var meira skáld en náttúrufræðingur. Það gegnir furðu, hve rík lestrar- hneigð íslendinga er, þegar þess er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.