Dvöl - 01.07.1940, Page 41

Dvöl - 01.07.1940, Page 41
D VÖL 199 lífsins, sem auðvitað er óskiljan- legt, og sem hlýtur að vera nokkuð dapurlegt, úr því að lífið er nú svona eins og það er. Þau voru gefin saman í litlu þorpskirkjunni í Mace og Hilary Townsend fylgdi Hugh að altar- inu, og Hilary sagði mér, að hann hefði getað grátið yfir því, að sjá þau taka þessa ákvörðun, vitandi það, eins og hann sagði, að Hugh og Lamoir voru að stíga það skref, sem alltaf vekur mann og konu af hvaða draumi sem er. Hugh fitlaði stöðugt við stífa og hæruskotna yfirvararskeggið á meðan hann sagði mér frá hjóna- bandi sínu. „Eiginlega er Play- mate Place þungamiðjan í sög- unni,“ sagði hann. „Jafnvel frem- ur en hjónabandið sjálft. Við Lamoir náðum aldrei alla leið til Playmate Place í því raunverulega lífi. Við gátum stundum séð þang- að — þegar ég lét Lamoir ráða. En það sé ég fyrst nú. Ég skildi það ekki þá.“ Hann sagði þetta um Playmate Place í fullri alvöru, og ég tók það einnig eins og það var talað. Þegar draumur eða vitrun, eða hvað það nú er, vakir ljóslifandi í meðvit- und einhvers manns frá níu til fjörutíu og níu ára aldurs, þá er ekki hægt að banda því frá sér eða blása á það eins og reykský. Hann minntist aldrei á þetta við Lamoir. „Ég byrjaði nokkrum sinnum á því,“ sagði hann, „en einhvernveginn var það svo, að ég hætti alltaf við það. Atvikin í skrúðgarðinum forðum daga, og svo hjónaband okkar, voru tveir ólíkir heimar. Ég meina — and- lega séð. Hún var að vísu alltaf sú sama og ég — ja, ég var kann- ske sá sami líka. En þó aðeins — það er dálítið erfitt að útskýra það — þó aðeins sá hluti af minni andlegu hlið, sem gerði gys að nafninu á Playmate Place. Þegar ég sagði eitthvað, sem særði hana, þá vissi ég raunar oft, að ég hafði á röngu að standa, og ég ætlaði þá eiginlega ekki að láta það fara. En það var eitthvað í skapgerð minni, sem ýtti því fram, og svo var það þá sagt, áður en ég vissi af. Það er víst eitthvað, sem hleypur svona í fólk og ekki er alltaf auðvelt að ráða við.“ Það var víst svipað með hjóna- band Hugh og Lamoir eins og flest hjónabönd. Þau voru hamingju- söm í fyrstu, og þau voru alveg viss um, að hamingja þeirra mundi fara vaxandi. Svo fóru þau einn góðan veðurdag að hugsa um það, hvort þau væru nú raunar eins hamingjusöm og fyrst, og þar næst komust þau að þeirri niður- stöðu, að svo væri ekki. Það var eitthvað á þessa leið, eftir því sem Hugh sagði. Hugh hafði víst flogið í hug, að þetta stafaði kannske af því, hve Lamoir væri áhugalítil fyrir hugð- armálum hans. En það var þó ekki svo að skilja, að hann væri ekki ánægður með hjónabandið. Ham-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.