Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 41

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 41
D VÖL 199 lífsins, sem auðvitað er óskiljan- legt, og sem hlýtur að vera nokkuð dapurlegt, úr því að lífið er nú svona eins og það er. Þau voru gefin saman í litlu þorpskirkjunni í Mace og Hilary Townsend fylgdi Hugh að altar- inu, og Hilary sagði mér, að hann hefði getað grátið yfir því, að sjá þau taka þessa ákvörðun, vitandi það, eins og hann sagði, að Hugh og Lamoir voru að stíga það skref, sem alltaf vekur mann og konu af hvaða draumi sem er. Hugh fitlaði stöðugt við stífa og hæruskotna yfirvararskeggið á meðan hann sagði mér frá hjóna- bandi sínu. „Eiginlega er Play- mate Place þungamiðjan í sög- unni,“ sagði hann. „Jafnvel frem- ur en hjónabandið sjálft. Við Lamoir náðum aldrei alla leið til Playmate Place í því raunverulega lífi. Við gátum stundum séð þang- að — þegar ég lét Lamoir ráða. En það sé ég fyrst nú. Ég skildi það ekki þá.“ Hann sagði þetta um Playmate Place í fullri alvöru, og ég tók það einnig eins og það var talað. Þegar draumur eða vitrun, eða hvað það nú er, vakir ljóslifandi í meðvit- und einhvers manns frá níu til fjörutíu og níu ára aldurs, þá er ekki hægt að banda því frá sér eða blása á það eins og reykský. Hann minntist aldrei á þetta við Lamoir. „Ég byrjaði nokkrum sinnum á því,“ sagði hann, „en einhvernveginn var það svo, að ég hætti alltaf við það. Atvikin í skrúðgarðinum forðum daga, og svo hjónaband okkar, voru tveir ólíkir heimar. Ég meina — and- lega séð. Hún var að vísu alltaf sú sama og ég — ja, ég var kann- ske sá sami líka. En þó aðeins — það er dálítið erfitt að útskýra það — þó aðeins sá hluti af minni andlegu hlið, sem gerði gys að nafninu á Playmate Place. Þegar ég sagði eitthvað, sem særði hana, þá vissi ég raunar oft, að ég hafði á röngu að standa, og ég ætlaði þá eiginlega ekki að láta það fara. En það var eitthvað í skapgerð minni, sem ýtti því fram, og svo var það þá sagt, áður en ég vissi af. Það er víst eitthvað, sem hleypur svona í fólk og ekki er alltaf auðvelt að ráða við.“ Það var víst svipað með hjóna- band Hugh og Lamoir eins og flest hjónabönd. Þau voru hamingju- söm í fyrstu, og þau voru alveg viss um, að hamingja þeirra mundi fara vaxandi. Svo fóru þau einn góðan veðurdag að hugsa um það, hvort þau væru nú raunar eins hamingjusöm og fyrst, og þar næst komust þau að þeirri niður- stöðu, að svo væri ekki. Það var eitthvað á þessa leið, eftir því sem Hugh sagði. Hugh hafði víst flogið í hug, að þetta stafaði kannske af því, hve Lamoir væri áhugalítil fyrir hugð- armálum hans. En það var þó ekki svo að skilja, að hann væri ekki ánægður með hjónabandið. Ham-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.