Dvöl - 01.07.1940, Side 44

Dvöl - 01.07.1940, Side 44
202 D VÖL hægt að útskýra. Og þó var hún svo kyrrlát og hljóð — svo fjar- læg. En þegar hann snerti hana fann hann, að augu hennar til- báðu hann. Hún hvíldi við barm hans í ynd- islegri þögn ástarinnar, og svo sagði hún: „Vertu sæll, — Hugh.“ Hann trúði ekki heyrn sinni og starði á hana í gegnum myrkrið. „Vertu sæll?“ endurtók hann án þess að skilja, hvað það þýddi og röddin var eins og bergmál. „Já,“ sagði hún, og það var allt, sem hún sagði. Hann hafði slökkt Ijósið á amb- urlampanum og það var dimmt, en í sál hans varð ennþá dimmra. „En, Lamoir, þú ert ekki með sjálfri þér! Hvað er það, sem þú átt við?“ í langan tíma mælti hún ekki orð af vörum. Hún var eins og ósýnileg, næstum því loftkennd vera þarna í myrkrinu. Nóttin var eins og svartblátt tjald úti fyrir gluggunum og stjörnurnar eins og leikföng. — Hann snerti hana til þess að fullvissa sig um, að sig væri ekki að dreyma. Hann hlaut að vera að dreyma. En hún var þarna hjá honum, mjúk, hlý, Lamoir, konan hans. Það var eins og hann gæti snert stjörnurnar í glugganum með fingurgómunum, en Lamoir — hún var svo langt í burtu. Hún var allt í einu svo óra- langt í burtu. Honum fannst jafn- vel, að hann mætti ekki snerta hana. Þá rann honum í skap. Hann hló. „Ég skil bara ekki, hvað þú átt við,“ sagði hann dálítið hörku- lega. „Ég er kominn heim eftir margra mánaða ferðalag og þú segir vertu sæll!“ „Ég held, að ég geti ekki útskýrt það,“ sagði hún. „Ekki núna — .“ Hann hló aftur. Svo hún var að fara, og hún ætlaði ekki að út- skýra það núna! Hann langaði til, að hún segði: „Þú mátt ekki láta þér þykja, Hugh!“ En hún þagði. Hún var hjá honum, en andardráttur hennar barst frá annarri stjörnu. Hvað átti allt þetta að þýða? „Áttu við, að þú viljir yfirgefa mig?“ sagði hann, undrandi, — reiður. „Já,“ sagði hún. „Lamoir!“ Og hún sagði: „Ég afber það ekki lengur, Hugh. Ég ann þér of mikið.“ Hún var risin á fætur. Skuggi í myrkrinu, — burtu frá honum, miljónir mílna frá honum. Hann þagði. í hug hans var aðeins þögn- in. Það voru engin orð, engin nauð- syn fyrir orð. Engin Lamoir. Eng- inn Hugh. Ekkert nema auður geimur. Ef hún óskaði eftir því að yfirgefa hann, ætlaði hann ekki að varna þess augnabliki lengur. „Skilurðu ekki,“ sagði hún, „ — að ég vil vera frjáls til þess að geta elskað þig? Skilurðu ekki, Hugh, að guð gaf mér engin börn,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.