Dvöl - 01.07.1940, Page 51

Dvöl - 01.07.1940, Page 51
DVÖL 209 ir, sem sýkjast af krabba í þessum líffærum, deyja samt af honum, af því að þeir leita ekki læknis fyrri en þeir fara að kenna sársauka og þá hefir meinið oftast breiðzt svo út, að ekki verður grafið fyrir rætur þess. í nokkrum tilfellum, sem rannsökuð hafa verið, hefir meðal- tíminn, frá því að sjúkdómsein- kenni gerðu vart við sig og þangað til læknis var vitjað, reynzt 8 mán- uðir. Ef eitthvert dagblað tæki til og birti daglega aðvörun um fyrstu sjúkdómseinkenni magakrabba, þá myndi það bjarga mörgum manns- lífum, en blaðið myndi vafalaust missa kaupendur og sennilega yrði höfðað á það mál fyrir ósiðsemi. Sama máli gegnir um insulin. Langt leiddir sjúklingar með sykur- sýki geta fengið fulla heilsu og viðhaldið henni svo lengi sem vera vill með 2—3 sprautum daglega. En það er ekki hægt að fá sjúklinga til að skilja þetta, af því að þeim hefir aldrei verið kennt, að líkam- inn starfar eftir föstum órjúfandi lögmálum, og að sykurmeltingin starfar ekki án insúlíns fremur en hreyfill án smurningsolíu. Vinur minn, sem er læknir, stundaði ný- lega tvær konur, sem voru fluttar dauðvona á sjúkrahúsiö, þar sem hann starfar. Báðar höfðu áður verið til lækninga og verið kennt að sprauta sig með insúlin tvisvar á dag. En önnur hafði brotið sprautuna og ekki hirt um að fá aðra þegar í stað, en hin hafði van- rækt að taka meðalið í tvo daga, af því að hún þurfti „hvort sem var“ á sjúkrahús af öðrum ástæð- um. Slík dæmi eru svo algeng, að uppgötvun á insúlíni hefur ekki dregið neitt verulega úr tölu dauðs- falla úr sykursýki á Englandi. Það hefir bjargað nokkrum skynsömum manneskjum, en það er allt og sumt. Þó að öruggt læknisráð yrði fund- ið upp við krabbameini á næstunni, þá er ekki sennilegt, að það yrði einfaldara eða öruggara heldur en insúlín. En með því móti myndi það ekki hafa mikil áhrif á dauðsföll um næstu kynslóðir. Meðan svo stæðu sakir, gæti hver og einn hrós- að happi yfir að tilheyra þeim fáu skynsömu, sem létu bjargast. — En ef vísindunum tekst ekki að finna meSal heldur aðeins ráð til að koma í veg fyrir sjúkdóminn, þá mun enn verr horfa. Reynslan sýn- ir, að hver einstaklingur fær við lítið ráðið í þeim sökum. Þar sem taugaveiki liggur í landi, er erfitt að láta sér ávallt nægja öl til drykkju, eða að öðrum kosti sjá um að fá jafnan soðið drykkjarvatn. Taugaveikihættu verður aðeins út- rýmt með opinberu eftirliti með neyzluvatninu, án þess að hver ein- stakur borgari þurfi að láta það til sín taka. Barnaveiki, hlaupabólu, mislingum og öðrum sjúkdómum, sem berast í loftinu, væri hægt að útrýma með opinberum aðgerðum, en slíkar aðgerðir myndu útheimta aðstoð og sjálfsfórn þeirra, sem veikir væru, og vandamanna þeirra

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.