Dvöl - 01.07.1940, Side 54

Dvöl - 01.07.1940, Side 54
212 DVÖL Sagait aí Joiii Jónssyni Ettir kollx'in írá Sti'ömi Það var orðið langt síðan Jón Jónsson settist á reiðingahlaðann í Holti. Eftir því, sem elztu menn sögðu, hafði hann haldið til þarna í skemmuhorninu frá ómunatíð — og alltaf var Jón hinn sami. Það voru að vísu munnmæli, að veðra- skipti færu stundum dálítið í skap- ið á Jóni, en tæpast voru að því mikil brögð, og engum var það til meins. En þá sögðu menn, að boð- aði versnandi tíðarfar, ef Jón heyrðist berja hælunum venju fremur í reiðingahlaðann, og það- an stafaði þetta dimma og ofur- lítið hola hljóð, sem stundum barst greinilega um bæinn í Holti. Svona leið tíminn. Ójá — leið segjum við, en því var nú ekki til að dreifa hjá Jóni Jónssyni. í hans furðulegu tilveru leið tím- inn ekki. Hann stóð kyrr. Jón Jónsson skynjaði aldrei annan tíma en yfirstandandi augnablik, og þetta augnablik var alltaf sama augnablikið. Það var orðið ákaflega, ákaflega gamalt, en við það var ekkert að athuga út af fyrir sig, ef inn í það hefði ekki stundum ofizt óviðkunn- hafizt handa allrösklega til þess að útrýma þessum tvískinnungi. Þeir, sem telja það ómaksins vert, að bjarga menningu okkar, verða að anlega óljós og þokukennd skynj- un um eitthvað annað, sem stundum var bundið við skemm- una, reiðingahlaðann og sjálfan hann, en sem þó tilheyrði ein- hverjum öðrum og óskiljanlegum heimi. Og Jón barði hælunum í reiðingahlaðann og skotraði grá- hvítum glyrnunum upp mót sót- ugum smiðjuröftunum og nokkr- um feitum sauðarkrofum, sem hengu þar á rá, og sem raunar voru nú löngu etin. — Aumingja Jón Jónsson. Hann var löngu dauð- ur. Hann var draugur. Nú er það mikið spursmál, hve vel þér gengur að setja þig í spor gamals draugs. Það var til dæmis þetta með reiðingshlaðann. Hann var náttúrlega horfinn úr smiðj- unni fyrir löngu, svo að í sjálfu sér sat Jón ekki á neinu. En Jón sjálf- ur var þá heldur ekki neitt í þeim skilningi. Og þá komum við að því, að ef við eigum að halda áfram með söguna af Jóni Jónssyni, verðum við líka að sleppa öllum venju- legum skilningi á hlutunum í sambandi við hana. gera sér ljóst, hvers konar átök eru nauðsynleg og hvers konar and- staða það er, sem mætir þeim á- tökum.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.