Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 57

Dvöl - 01.07.1940, Qupperneq 57
DVÖL 215 Kvalnlng' voiiariiuiar Eftir Villiers de l'Isle Aduins Það var síðla kvölds fyrir mörg- um árum. Hinn æruverðugi Pedro Arbuez d’Espila, sjötti æðsti prestur Dóminikareglunnar í Se- góvia og þriðji stór-rannsóknar- dómari á Spáni var á leiðinni til fangakjallaranna. Á undan hon- um gengu tveir reglubræður með ljósker í hendi, en á eftir lausn- gjafinn — fra redemptor. Það marraði í hjörum hinnar þungu hurðar og kalt fúaloft gaus á móti þeim um leið og þeir gengu inn í einn fangaklefann. í daufu skini ljóskeranna sást blóðstokkinn kvalabekkur, sem hallaðist upp að veggnum rétt hjá gildum, ryðguð- um járnkeng, sem festur var í múrinn, en á gólfinu stóð tómt glóðarker og vatnskolla. Úti í horni klefans lá maður á hálm- byng — ef mann skyldi kalla. Grátt hárstríið féll niður um and- litið, sem lítið var annað en sinar og bein. Fötin voru rifin og tætt og fæturni berir. Gildur járnhring- ur var um háls hans og frá honum lá þung hlekkjakeðja að kengnum í múrnum. Þessi fangi var enginn annar en Gyðingapresturinn Aser Abarbanel frá Aragon, sakaður um „okur- starfsemi og miskunnarleysi við fátæka“ og nú daglega píndur árlangt eða rúmlega það. „Þrjózka hans var eins seig og húð hans,“ og hann hafði neitað að hverfa frá trú feðra sinna. Þrátt fyrir óbærilegar þjáningar hafði hann ekki látið bugast. Ættarstolt hans og þjóðarmetnaður veittu honum mátt til að standast allar þrautir, því að Gyðingar skoða sig jafnan öllum þjóðum göfugri. Eftir hinu helga Talmud var hann afkom- andi Othoniels og þá um leið Ipsibóu, konu síðasta æðstaprests ísraelsmanna. — Hinn æruverðugi Pedró Arbuez d’Espila var með tár- in í augunum, er hann nálgaðist fangann, sem skalf af hræðslu á gólfinu, og honum rann sárlega til rifja hin takmarkalausa þrjózka þessa manns, sem stöðugt hafnaði hinni eilífu sáluhjálp. „Gleðst þú sonur minn,“ mælti hinn göfugi faðir, „þjáningar þín- ar eru nú senn á enda. Þó að ég hafi, því miður, orðið að beita nokkurri hörku vegna þrjózku þinnar, þá hljóta slíkar föðurleg- ar umvandanir að eiga sinn loka- dag. Þú ert fíkjutréð, sem svo oft hefir brugðizt um ávexti og stend- ur nú visið. Guð einn dæmir sál þína. Ef til vill mun hans óendan- lega miskunn falla þér í skaut á síðustu stundu. Við skulum vona að svo verði. Til þess eru dæmi. Sof þú í friði í nótt. Á morgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.