Dvöl - 01.07.1940, Side 62

Dvöl - 01.07.1940, Side 62
220 DVÖL t r gömlnm livæðasyrpam III. Sveinbjörn Egilsson 24. febr. 1791-17. ágúst 1852 Tekið hefir sainan Svcinn í Dal Sveinbjörn Egilsson var fæddur í Innri- Njarðvik í Gullbringusýslu, af vel efnuð- um dugnaðarforeldrum. Honum er komið fyrir í æsku hjá Magnúsi Stephensen, yfir- dómara á Leirá, til uppfósturs og mennt- unar. Árið 1814, eftir fullkomnaðan heima- lærdóm, siglir Sveinbjörn til Kaupmanna- hafnar, á háskólann þar, og lýkur guð- fræðiprófi árið 1819. Er hann þá þegar skipaður kennari við Bessastaðaskóla. Hann er kennari þar í 27 ár, en árið 1846 er skólinn fluttur til Reykjavíkur, og verður Sveinbjöm þá skólameistari og er það í 6 ár, fær þá lausn og deyr á næsta ári, rúmlega sextugur að aldri. Æfistarf Sveinbjarnar var mikið að vöxtum, margþætt og merkilegt. Hann var mikill málfræðingur og var jafnvígur á grísku og latínu sem íslenzka tungu. Forn- fræðin voru honum snemma áhugaefni. Hann semur skýringar yfir skáldskap Egils Skallagrímssonar áður en hann siglir til háskólanáms. Á Hafnarárum sínum skrifar hann upp fjölmargar fornmannasögur eftir skinnhandriti í Árnasafni, þar á meðal Ólafs sögu Tryggvasonar, og var afrit hans af þeirri sögu síðar notað í útgáfu Forn- fræðafélagsins. Þegar hann er orðinn kennari, tekur hann að þýða á latínu forn- mannasögur, sem gefnar voru út í 11 bindum, og hann þýðir hinar stóru kviður Hómers, af Odysseifi og Ilíon, úr grísku á hið sérkennilegasta og fegursta íslenzkt mál. Áma-nefndin þarf að fá Snorra- Eddu þýdda og skýrða á latínu, og Svein- bjöm þykir sjálfsagður til þess. Hann er í stjóm Bókmenntafélagsins um margra ára skeið og innir þar mikil störf af höndum, þar á meðal sér hann um útgáfu Sturl- ungu. Einnig er hann í stjórn Biblíufé- lagsins og þýðir fyrir það, án endurgjalds, margar af bókum biblíunnar, svo sem aðra Mósebók og alla stærri og minni spá- mennina — að Jeremíasi undanskildum — svo og Opinberunarbókina. Eru sumar af þeim þýðingum á hinni fegurstu ís- lenzku, sem rituð hefir verið. En framar öllum þessum störfum, sem hann innti af hendi samfara kennara- embætti sínu, búskap og barnauppeldi um aldarfjórðungsbil, — var orðabókin yfir skáldamálið forna, Lexicon Poeticum, athyglisvert verk. Er það mál fróðra manna, að það sé hið langmerkasta verk, er nokkur einn maður hefir afrekað í forn- fræðum okkar tungu. Árið 1846 verður Sveinbjörn skólameist- ari hins endurbætta latínuskóla i Reykja- vík og flytur þangað frá Eyvindarstöðum, þar sem hann hafði búið. En skóla- meistaraembættið reynist erfiðara og tímafrekara en kennarastaðan á Bessa- stöðum, og hann á mörgu ólokið ennþá, svo ekki er slegið slöku við ritstörfin. Hann ritar skýringar á vísunum í Snorra-Eddu og mörgum íslendingasögum og skýrir mikið af fornum kveðskap á latínu. Hann byrjar á íslenzkri bók- menntasögu og norrænu skáldatali, þótt hvorugu yrði lokið. Eftir sex ára skóla- stjórn biðst hann lausnar og deyr á næsta ári, þegar hann er önnum kafinn við að þýða Odysseifskviöu öðru sinni, í ljóð. Sveinbjörn orti dálítið af ljóðum og lét eftir sig talsvert af þýðingum úr erlendum málum. Ekki verður hann þó talinn með

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.