Dvöl - 01.07.1940, Síða 62

Dvöl - 01.07.1940, Síða 62
220 DVÖL t r gömlnm livæðasyrpam III. Sveinbjörn Egilsson 24. febr. 1791-17. ágúst 1852 Tekið hefir sainan Svcinn í Dal Sveinbjörn Egilsson var fæddur í Innri- Njarðvik í Gullbringusýslu, af vel efnuð- um dugnaðarforeldrum. Honum er komið fyrir í æsku hjá Magnúsi Stephensen, yfir- dómara á Leirá, til uppfósturs og mennt- unar. Árið 1814, eftir fullkomnaðan heima- lærdóm, siglir Sveinbjörn til Kaupmanna- hafnar, á háskólann þar, og lýkur guð- fræðiprófi árið 1819. Er hann þá þegar skipaður kennari við Bessastaðaskóla. Hann er kennari þar í 27 ár, en árið 1846 er skólinn fluttur til Reykjavíkur, og verður Sveinbjöm þá skólameistari og er það í 6 ár, fær þá lausn og deyr á næsta ári, rúmlega sextugur að aldri. Æfistarf Sveinbjarnar var mikið að vöxtum, margþætt og merkilegt. Hann var mikill málfræðingur og var jafnvígur á grísku og latínu sem íslenzka tungu. Forn- fræðin voru honum snemma áhugaefni. Hann semur skýringar yfir skáldskap Egils Skallagrímssonar áður en hann siglir til háskólanáms. Á Hafnarárum sínum skrifar hann upp fjölmargar fornmannasögur eftir skinnhandriti í Árnasafni, þar á meðal Ólafs sögu Tryggvasonar, og var afrit hans af þeirri sögu síðar notað í útgáfu Forn- fræðafélagsins. Þegar hann er orðinn kennari, tekur hann að þýða á latínu forn- mannasögur, sem gefnar voru út í 11 bindum, og hann þýðir hinar stóru kviður Hómers, af Odysseifi og Ilíon, úr grísku á hið sérkennilegasta og fegursta íslenzkt mál. Áma-nefndin þarf að fá Snorra- Eddu þýdda og skýrða á latínu, og Svein- bjöm þykir sjálfsagður til þess. Hann er í stjóm Bókmenntafélagsins um margra ára skeið og innir þar mikil störf af höndum, þar á meðal sér hann um útgáfu Sturl- ungu. Einnig er hann í stjórn Biblíufé- lagsins og þýðir fyrir það, án endurgjalds, margar af bókum biblíunnar, svo sem aðra Mósebók og alla stærri og minni spá- mennina — að Jeremíasi undanskildum — svo og Opinberunarbókina. Eru sumar af þeim þýðingum á hinni fegurstu ís- lenzku, sem rituð hefir verið. En framar öllum þessum störfum, sem hann innti af hendi samfara kennara- embætti sínu, búskap og barnauppeldi um aldarfjórðungsbil, — var orðabókin yfir skáldamálið forna, Lexicon Poeticum, athyglisvert verk. Er það mál fróðra manna, að það sé hið langmerkasta verk, er nokkur einn maður hefir afrekað í forn- fræðum okkar tungu. Árið 1846 verður Sveinbjörn skólameist- ari hins endurbætta latínuskóla i Reykja- vík og flytur þangað frá Eyvindarstöðum, þar sem hann hafði búið. En skóla- meistaraembættið reynist erfiðara og tímafrekara en kennarastaðan á Bessa- stöðum, og hann á mörgu ólokið ennþá, svo ekki er slegið slöku við ritstörfin. Hann ritar skýringar á vísunum í Snorra-Eddu og mörgum íslendingasögum og skýrir mikið af fornum kveðskap á latínu. Hann byrjar á íslenzkri bók- menntasögu og norrænu skáldatali, þótt hvorugu yrði lokið. Eftir sex ára skóla- stjórn biðst hann lausnar og deyr á næsta ári, þegar hann er önnum kafinn við að þýða Odysseifskviöu öðru sinni, í ljóð. Sveinbjörn orti dálítið af ljóðum og lét eftir sig talsvert af þýðingum úr erlendum málum. Ekki verður hann þó talinn með
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.