Dvöl - 01.07.1940, Side 63

Dvöl - 01.07.1940, Side 63
DVÖL 221 höfuðskáldum, til þess skorti hann hið stórbrotna skáldgeð snillingsins. Kvæði hans eru með hinu náttúrlega látlausa, og íhugula yfirbragði höfundar- ins sjálfs, smástirðkvæð, en hlýleg og sönn, sprottin upp af rólegri íhugun og víðtækri lífsreynslu, íslenzk að máli og háttum, ef ekki ætið skáldleg. Það er at- hyglisvert, að hinn hálærði maður er öðr- um fremur rataði um völundarhús tung- unnar, — maðurinn, sem átti hinar huldu kenningar skáldamálsins til hæfis á hverj - um fingri, — skuli, þegar hann tekur sér bundið mál í munn, geta kveðið jafn ljóst og einfalt og hann stundum gerir. Ekkert sýnir betur, hve fullkomið jafnvægi hefir verið í skapgerð hans, milli þess, er var vísindalegt og torskilið, og hins, er var barnslega einfalt. Sumar af stökum hans, sérstaklega þær, er hann hefir kveðið við börn sin, nálgast mjög mælt mál og óbundið í látlausri framsögu. í skáldskap Sveinbjarnar Egils- sonar, sérstaklega ferskeytlum hans, birt- ist jafnvæg athyglisgáfa fræðarans, sam- runnin ættfestu látleysi alþýðumannsins. Sökum þessara kosta verða sumar stökur hans og ljóð lærðar og um hönd hafðar enn um langan aldur. Kvæði. Ei glóir œ á grœnum lauki sú gullna dögg um morgunstund, né hneggjar loft af hrossagauki, né hlœr við sjór og brosir grund. Guö það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu; allt er gott, sem gjörði hann. Ei heldur jél frá jökultindi sér jafnan eys á klakað strá, né nötrar loft af norðanvindi, sem nístir jörð og djúpan sjá. Guð það lientast heimi fann, það hið stríða blanda blíðu; allt er gott, sem gjörði hann. Því lyftist brún um Ijósa daga, þá lundin skín á kinnum hýr; því sikkar hún, þá sorgir naga og sólarljós og gleði flýr. Hryggðin burtu hverfur skjótt, dögg sem þomi mœr á morgni, unz hin raka nálgast nótt. Þú bróðir kcer, þó báran skaki þinn bátinn liart, ei kvíðinn sért; því sefur logn á boðabaki og bíður þín, ef hraustur ert. Hœgt í logni hreyfir sig sú hin kalda undir-alda, ver því œtíð var um þig. Vetrarfar 1812. Vetrarfars blíða bœtir blessun í hverjum reit; gjörvöll kreikar af kœti kvik og fjörvana sveit. Ber skeiðir byr liraður, Börs skaði*) frár líður, klár fóður, kýr töðu kát úr máta beit. Vísur um konu mína. Bak við fögru brjóstin þín, bezta, spriklar, elskan mín, hjarta bezt, sem heimur á; heppinn var ég því að ná. Þú skalt aftur eiga mitt, elskan mín, fyrst ég á þitt; kaúps, kaups. Senn við byrjum samanbúð, sáran langar mig til brúð-laups, laups. Þá bleik á hár og blíð á kinn mín bezta kemur til mín inn, hlœjandi lifnar hugur minn og hana í faðmi vefur. Til hennar einnar hugurinn flýr, þá heimur við mér baki snýr; liún ein í mínu hjarta býr og himins sœlu gefur. *) Bör, Óðinn; skaði, fugl (Óðinsfugl); hrafnskenning.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.