Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 63

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 63
DVÖL 221 höfuðskáldum, til þess skorti hann hið stórbrotna skáldgeð snillingsins. Kvæði hans eru með hinu náttúrlega látlausa, og íhugula yfirbragði höfundar- ins sjálfs, smástirðkvæð, en hlýleg og sönn, sprottin upp af rólegri íhugun og víðtækri lífsreynslu, íslenzk að máli og háttum, ef ekki ætið skáldleg. Það er at- hyglisvert, að hinn hálærði maður er öðr- um fremur rataði um völundarhús tung- unnar, — maðurinn, sem átti hinar huldu kenningar skáldamálsins til hæfis á hverj - um fingri, — skuli, þegar hann tekur sér bundið mál í munn, geta kveðið jafn ljóst og einfalt og hann stundum gerir. Ekkert sýnir betur, hve fullkomið jafnvægi hefir verið í skapgerð hans, milli þess, er var vísindalegt og torskilið, og hins, er var barnslega einfalt. Sumar af stökum hans, sérstaklega þær, er hann hefir kveðið við börn sin, nálgast mjög mælt mál og óbundið í látlausri framsögu. í skáldskap Sveinbjarnar Egils- sonar, sérstaklega ferskeytlum hans, birt- ist jafnvæg athyglisgáfa fræðarans, sam- runnin ættfestu látleysi alþýðumannsins. Sökum þessara kosta verða sumar stökur hans og ljóð lærðar og um hönd hafðar enn um langan aldur. Kvæði. Ei glóir œ á grœnum lauki sú gullna dögg um morgunstund, né hneggjar loft af hrossagauki, né hlœr við sjór og brosir grund. Guö það hentast heimi fann, það hið blíða blanda stríðu; allt er gott, sem gjörði hann. Ei heldur jél frá jökultindi sér jafnan eys á klakað strá, né nötrar loft af norðanvindi, sem nístir jörð og djúpan sjá. Guð það lientast heimi fann, það hið stríða blanda blíðu; allt er gott, sem gjörði hann. Því lyftist brún um Ijósa daga, þá lundin skín á kinnum hýr; því sikkar hún, þá sorgir naga og sólarljós og gleði flýr. Hryggðin burtu hverfur skjótt, dögg sem þomi mœr á morgni, unz hin raka nálgast nótt. Þú bróðir kcer, þó báran skaki þinn bátinn liart, ei kvíðinn sért; því sefur logn á boðabaki og bíður þín, ef hraustur ert. Hœgt í logni hreyfir sig sú hin kalda undir-alda, ver því œtíð var um þig. Vetrarfar 1812. Vetrarfars blíða bœtir blessun í hverjum reit; gjörvöll kreikar af kœti kvik og fjörvana sveit. Ber skeiðir byr liraður, Börs skaði*) frár líður, klár fóður, kýr töðu kát úr máta beit. Vísur um konu mína. Bak við fögru brjóstin þín, bezta, spriklar, elskan mín, hjarta bezt, sem heimur á; heppinn var ég því að ná. Þú skalt aftur eiga mitt, elskan mín, fyrst ég á þitt; kaúps, kaups. Senn við byrjum samanbúð, sáran langar mig til brúð-laups, laups. Þá bleik á hár og blíð á kinn mín bezta kemur til mín inn, hlœjandi lifnar hugur minn og hana í faðmi vefur. Til hennar einnar hugurinn flýr, þá heimur við mér baki snýr; liún ein í mínu hjarta býr og himins sœlu gefur. *) Bör, Óðinn; skaði, fugl (Óðinsfugl); hrafnskenning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.