Dvöl - 01.07.1940, Side 66
224
DVÖL
íslenzki ftiestnrinn og*
npprnni liaais
Eitir Theodór ArnhjörjiNMon
„Það verSur varla rengt, að íslenzki hesturinn er ættaður austan
úr Asíu, afkomandi mongólahestsins, þótt langt sé fram komið.“
Ættfræöi hefir alla tið veriö
uppáhald íslendinga. Er ljóst
dæmi þess, að Ari fróði kunni ætt
sína í 29 ættliði, alla leið til Ingva
Tyrkjakonungs, forföður Ynglinga.
Marga mætti nefna, sem lagt hafa
stund á þessi fræði, og orðið fræg-
ir fyrir að maklegleikum. Mætti af
þessu ætla, að íslendingar kynnu
skil á uppruna hesta sinna, svo
nátengdir sem þeir hafa verið þjóð-
inni, en svo er þó ekki. Aðeins segja
nokkrar elztu sögur okkar frá
mönnum, er lögðu mikla rækt við
hesta sína, og víst er sennilegt, að
þeir hafi kunnað taæði sögur og
kvæði um afburða hesta liðna
tímans, sem gáfu upplýsingar um
uppruna þeirra, en þó að svo hafi
verið, þá hefir þessi fróðleikur
gleymzt, er annar var skráður.
Nú er orðið óhægt að fylla þetta
skarð, því að helztu leiðbeiningar,
sem nú er hægt að fá, eru ættarmót
milli lítið ræktaðra kynja, höfuð-
lag, einstök einkenni, t. d. aur-
hornin, og þjóðflutningur og her-
ferðir á landi, sem ljósar sögur
fara af. Þó eru allir á einu máli
um, að hrossakynin rússnesku séu
af mongólskum uppruna, og því
samstofna arabiskum kynjum, hef-
ir og arabiski hesturinn verið mjög
áhrifaríkur Víða í Rússlandi. Sama
er að segja um finnska hestinn,
nema hvað hann hefir orðið fyrir
minni áhrifum af þeim arabiska
nú í seinni tíð. Þó eru ættmörk
finnska hestsins og þess arabiska
æði glögg, svo sem höfuðlagið,
léttleiki í hteyfingum, þolið, spar-
neytnin og kjarkurinn. Efar eng-
inn skyldleika þessara kynja.
Nú er vitað, að tamdir hestar
voru til á Skandínavíuskaga á
þeim tíma, sem sögur segja fyrst
frá. Að sjálfsögðu hafa þeir verið
fluttir þangað endur fyrir löngu.
Virðist þá líklegt, að þeir hafi
flutzt frá Finnlandi, fyrir Norður-
botna, til Svíþjóðar og Noregs. Eru
og glögg ættarmót enn með
finnsku, norsku og íslenzku hest-
unum. Síðar hafa hestar flutzt til
Skandinavíu sunnan yfir Eystra-
salt, en ekki er hægt að vita með
nokkurri vissu, hvernig hestar það
hafi verið. Ekki getur þó farið hjá
því, að nokkrir þeirra hafi verið
af austurlenzkum uppruna, því að
snemma gætti þeirra mikið í
Suður-Rússlandi.