Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 66

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 66
224 DVÖL íslenzki ftiestnrinn og* npprnni liaais Eitir Theodór ArnhjörjiNMon „Það verSur varla rengt, að íslenzki hesturinn er ættaður austan úr Asíu, afkomandi mongólahestsins, þótt langt sé fram komið.“ Ættfræöi hefir alla tið veriö uppáhald íslendinga. Er ljóst dæmi þess, að Ari fróði kunni ætt sína í 29 ættliði, alla leið til Ingva Tyrkjakonungs, forföður Ynglinga. Marga mætti nefna, sem lagt hafa stund á þessi fræði, og orðið fræg- ir fyrir að maklegleikum. Mætti af þessu ætla, að íslendingar kynnu skil á uppruna hesta sinna, svo nátengdir sem þeir hafa verið þjóð- inni, en svo er þó ekki. Aðeins segja nokkrar elztu sögur okkar frá mönnum, er lögðu mikla rækt við hesta sína, og víst er sennilegt, að þeir hafi kunnað taæði sögur og kvæði um afburða hesta liðna tímans, sem gáfu upplýsingar um uppruna þeirra, en þó að svo hafi verið, þá hefir þessi fróðleikur gleymzt, er annar var skráður. Nú er orðið óhægt að fylla þetta skarð, því að helztu leiðbeiningar, sem nú er hægt að fá, eru ættarmót milli lítið ræktaðra kynja, höfuð- lag, einstök einkenni, t. d. aur- hornin, og þjóðflutningur og her- ferðir á landi, sem ljósar sögur fara af. Þó eru allir á einu máli um, að hrossakynin rússnesku séu af mongólskum uppruna, og því samstofna arabiskum kynjum, hef- ir og arabiski hesturinn verið mjög áhrifaríkur Víða í Rússlandi. Sama er að segja um finnska hestinn, nema hvað hann hefir orðið fyrir minni áhrifum af þeim arabiska nú í seinni tíð. Þó eru ættmörk finnska hestsins og þess arabiska æði glögg, svo sem höfuðlagið, léttleiki í hteyfingum, þolið, spar- neytnin og kjarkurinn. Efar eng- inn skyldleika þessara kynja. Nú er vitað, að tamdir hestar voru til á Skandínavíuskaga á þeim tíma, sem sögur segja fyrst frá. Að sjálfsögðu hafa þeir verið fluttir þangað endur fyrir löngu. Virðist þá líklegt, að þeir hafi flutzt frá Finnlandi, fyrir Norður- botna, til Svíþjóðar og Noregs. Eru og glögg ættarmót enn með finnsku, norsku og íslenzku hest- unum. Síðar hafa hestar flutzt til Skandinavíu sunnan yfir Eystra- salt, en ekki er hægt að vita með nokkurri vissu, hvernig hestar það hafi verið. Ekki getur þó farið hjá því, að nokkrir þeirra hafi verið af austurlenzkum uppruna, því að snemma gætti þeirra mikið í Suður-Rússlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.