Dvöl - 01.07.1940, Side 81

Dvöl - 01.07.1940, Side 81
D VÖL 239 llöf iuid sti'ii i r John Galsworthy var fæddur 14. ág. 1867. Hann lærði lög, en þurfti ekki að vinna fyrir sér og lagði lögin á hilluna, tók að ferðast og fór víða um lönd og sökkti sér jafnframt niður i úrval heimsbókmenntanna. Svo fór hann að skrifa. En það tók hann langan tíma að öðlast viðurkenningu, og heimsfrægð hlaut hann fyrir sögu Forsyte-ættarinnar. Það eru fimm skáldsögur, og í þeim lýsir hann þremur ættliðum ættar þessarar, sem er af hinni efnaðri millistétt Eng- lands. Gerast sögur þessar á síðari hluta 18. aldar og fram á þessa öld. Hann rit- aði ýmsar fleiri ágætar sögur en áður- nefndan sagnaflokk og fjölda leikrita og smásagna. Voru skáldverk hans i öllum þessum greinum metin með því bezta, sem fram kom í samtíðarbókmenntum Eng- lands hina síðustu áratugi. Árið 1918 var honum boðin aðalstign, en hann afþakk- aði. Galsworthy dó 31. janúar 1933, hálf- sjötugur að aldri, virtur sem afburðasnjall rithöfundur og persónugerfingur enskrar „séntilmennsku" í viðhorfi sínu til listar- innar og lífsins. Villiers de l’Isle Adam, 1838—89, var fæddur og alinn upp á Bretagne. Hann fór ekki venjulegar leiðir í sagnagerð sinni, enda var maðurinn óvenjulegur á margan hátt. Hann var ákaflega hugmyndaríkur og taldi ekki eft- ir sér að sækja á fjarlæg mið í þeim efnum. „Kvalning vonarinnar" er ein af hans frægustu sögum. Michael Arlen er amerískur rithöfundur, fæddur í Búlgaríu og heitir réttu nafni Dikran Kuyumjian. Hann varð frægur fyrir skáld- söguna „The Green Hat“, sem kom út í -öandarikjunum árið 1924, og græddi hann Jolm Galsworthy. á henni ógrynni fjár. Ýmsar sögur hans hafa á sér svipblæ Austurlanda, dular- fullar og fíngeröar að efni. Michael Arlen er fæddur árið 1895. James Hilton er Englendingur, fæddur í Lancashire árið 1900. Prægust skáldsagna hans er „Lost Horizon", sem vann Hawthornder- bókmenntaverðlaunin árið 1934. Henryk Sienkiewicz, hinn merki pólski skáldsagnahöfundur, var fæddur 4. maí 1846. Hann lærði heim- speki við háskólann í Varsjá, ferðaðist víða um heim, og skrifaði fjölda bóka. Þekktust af skáldsögum hans er „Quo Vadis?“, frá tímum Neró Rómverjakeisara, er hann samdi fimmtugur. Hefir hún veriö þýdd á 30—40 tungumál. En merkast af skáldverkum hans er talinn vera sagna- flokkur, er lýsir frelsisstríði Pólverja á 17.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.