Valsblaðið - 01.05.2001, Page 63
Eftir Hauk R. Magnússon
Þorlákur Arnason ep kominn að Hlíðarenda a ny
- sem þjálfapi meistapaflokks hapla í knatfspypnu
Þorlákur Árnason hefur fengið það vandasama en áhugaverða hlutverk að móta nýtt
knattspyrnulið úr ungum og efnilegum Valsmönnum. (Mynd Þ.Þ.)
Þorlákur Ámason var ráðinn þjálfari
meistaraflokks karla í knattspymu sl.
haust og er óhætt að segja að sú ráðning
hafi fallið í góðan jarðveg hjá Val. Þor-
lákur gerði samning til þriggja ára og em
miklar vonir bundnar við að hann nái að
hefja Val aftur til vegs og virðingar í
knattspymunni með sitt efnilega lið. Þor-
lákur þekkir vel til á Hlíðarenda enda
þjálfaði hann yngri flokka félagsins um
fjögurra ára skeið. Undir hans stjóm varð
2. flokkur karla tvöfaldur meistari fyrir
fjórum árum en auk þess tók hann við
þjálfun meistaraflokks á miðju tímabili
það ár, aðeins 28 ára gamall.
Þorlákur hefur undanfarið þjálfað 2.
flokk hjá ÍA og skilaði tveimur titlum í
hús þar núna í haust. En skyldi það ekki
vera stórt stökk að fara úr þjálfun yngri
flokka í að þjálfa meistaraflokk? „Það
finnst mér ekki,“ segir hann. ,,Ég hef alltaf
litið svo á að það skipti ekki máli hvaða
flokk maður þjálfar. Ég lít á mig sem
kennara og ég vil kenna leikmönnum."
Hvernig finnst þér að vera
kominn aftur á Hlíðarenda?
„Það er ánægjulegt og öðruvísi því hér
hafa orðið miklar breytingar á síðustu
ámm. Liðið er spennandi, ungt og
skemmtilegt en þrátt fyrir að vera
reynslulaust eru strákamir hæfileikaríkir.
Ég hlakka til að takast á við þetta verk-
efni.“
Hvernig metur þú möguleikana
á að liðið komist beint upp?
.,Við erum með nógu sterkan hóp til að
komast beint upp. Liðið á eftir að taka
miklum framförum og starfið í vetur er
þýðingarmikið. Sjö leikmenn hafa farið
frá félaginu en að sama skapi hafa komið
strákar sem voru hjá okkur áður. Stefnan
er sú að byggja á yngri leikmönnum sem
eru allt Valsmenn og þeir tala sama
tungumál og ég. Sigurbjöm Hreiðarsson,
sem verður fyrirliði, er orðinn elsti mað-
urinn í liðinu og samsetning þess er
breytt. Meðalaldurinn hefur lækkað um 5
til 6 ár í haust en hæfileikamir era allir
til staðar. Ég kem til með að bera meiri
ábyrgð sem þjálfari og í raun sem leið-
togi í liðinu því það hefur ekki mikla
reynslu."
í hverju mun styrkleiki
Vals helst felast?
„Tæknilega hliðin er í lagi hjá þessum
strákum og það er sterk samkennd innan
liðsins. Það ríkir mikil eining meðal
þeirra sem starfa í deildinni, hvort sem
það eru leikmenn, þjálfarar eða stjómar-
menn. Allir hafa sama markmið. Ég tel
að þetta muni skila árangri með tíman-
um.“
Hvernig gekk heimsóknin til Bolton?
„Hún gekk mjög vel. Strákamir (Matthí-
as Guðmundsson og Ármann Smári
Bjömsson) voru ánægðir. Þeir æfðu með
aðalliðinu en ekki varaliðinu eins og oft
þegar leikmenn fara til erlendra liða.
Fyrir mig sem þjálfara var þetta mjög já-
kvætt. Englendingamir hafa tekið mikl-
um framföram á undanförnum áram í
allri umgjörð í kringum þjálfunina. Þeir
era famir að gefa þessum litlu atriðum í
kringum fótboltann meiri gaum en áður,
eins og mataræði, sálfræði og aðstöðu.
Bolton er lítill klúbbur sem gerir sér
grein fyrir þeim möguleikum sem bjóð-
ast út frá þeirra stærð og eru ekki að
reyna að vera eins og Liverpool og
Manchester United. Þeir setja sér skýr
markmið og við getum lært mikið af
því.“
Finnur þú fyrir þolinmæði hjá
félaginu vegna þess uppbyggingastarfs
sem þú ert í raun að hefja?
„Það ríkir mikil sátt um það sem á að
gera. Menn ætla ekki að gera sömu mis-
tökin aftur, að treysta ekki á innviði fé-
lagsins. Þolinmæðin birtist þannig að
menn era sammála um að byggja á því
sem við höfum og vera ekki að leita að
einhverju öðra. Ég held að þetta eigi við
um stuðningsmennina líka. Þeir vita að
það tekur tvö til þrjú ár að byggja upp
mjög gott lið aftur.“
2001 Valsblaðið
61